Heiðarleiki íslenskra fjallamanna

Home Forums Umræður Almennt Heiðarleiki íslenskra fjallamanna

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45305
    Robbi
    Participant

    Ég vona að íslenskir fjallamenn séu heiðarlegir. Þannig er mál með vexti að ég fór í Flugugilið ásamt félaga mínum á sunnudaginn,notabene þar voru mjög fínar aðstæður. En á í flýti mínu á leiðinni niður þá smokraðist dúnúlpan undan topphólfinu á pokanum og ég tók ekki eftir því og hún varð eftir einhverstaðar á leiðinni niður. Ef einhver vaskur maður/kona á leið í flugugil eða á þær slóðir og rekist á úlpuna góðu þá vona ég svo sannarlega að hinir íslensku fjallamenn séu heiðarlegir og láti mig vita í síma 8662235.
    kv.RH

    #48384
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, skelltum okkur þarna uppeftir í gær og það var gríðarleg snilld enda er þetta gil unaðslegt alveg hreint.
    Fórum 3 góðar þriðju gráðu leiðir inni í gilinu og eina í klettunum vestan megin. Sú leið var reyndar heldur þunn en upp skemmtilega þrönga rás. Lentum í smá brasi við að henda upp V-þræðingu í lokin enda skall á okkur myrkur og ísinn ekkert spes traustvekjandi… Fór allt vel að lokum þó það tæki lengri tíma en fyrirhugað var (komnir niður í bíl um 7).
    Það var víðast tiltölulega mikill ís, þó hann væri dálítið blautur á köflum þar sem rennsli var í gangi. Áttum í vandræðum með að átta okkur á hvaða leiðir voru hvað í tópóinu svo það er erfitt að segja til um hvaða leiðir eru í aðstæðum. Erfiðari leiðirnar virtust vera heldur þynnri og kertaðri (sýndist okkur alla vega en þetta var alla vega tiltölulega byrjendavænt…

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.