Er nú ekki soldið ýkt að stilla gjalddaga og eindaga á sama daginn á árgjöldunum – þannig að allir meðlimir Ísalp eru að borga dráttarvexti frá 28/5 sem eru ca. 25%?
Þannig er þetta allavega hjá mér, borga dráttarvexti í þessa 3 daga.
Geri ráð fyrir að þetta séu mistök, en sjálfsagt snjallræði að biðja þann banka sem gefur þetta út að breyta eindaganum (svona mánuður er nú venjan).
Einnig ættu dráttarvextir að vera hakaðir út þegar verið er að rukka félagsgjöld en ekki vöru, þjónustu eða fjárkröfu.
Mér þætti nú jafnvel ekki úr vegi að stofna þetta sem “valkröfu” svo þeir sem ætla ekki að vera í klúbbnum geti eytt henni. Það er mun smekklegra.
Kveðja,
SF