Sæl veri þið
Lenti í því óhappi nú um síðustu helgi, í ofsaveðri og blindu, að missa frá mér eitt gönguskíði í ca. 1.500 m á Sandfellsleið. (Sama dag og þetta gerðist http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1210894, all önnur ferð þó) Skíðið er sjálfsagt miklu neðar. Ef einhver rekst á það og getur bjargað því niður, eru fundarlaun í boði.
Skíðið er brúnt og grátt stálkantað 198 cm Atomic Mountain BC skíði með stálköntum og rottugildrubindingum. Vonandi hvítt skinn ennþá undir.
Haukur
haukureg (hjá) gmail.com