Ef það eru einhverjir sem hafa áhuga á að klifa Glym og þannig hluti þá leit ég inn í gilið á mánudaginn og það virðist allt vera fullt af ís innst í gilinu.
Takk fyrir Ívar frábært að fá þessar fréttir. Glymsgilið er yfirleitt þannig að fyrir ókunnuga sjá þeir ekki mikinn ís í gilinu fyrr en þeir líta aðeins upp(langt upp)
Er þá gengt inn gilið eða þarf að síga niður
Olli
Gæti trúað að það væri jafnvel hægt að ganga, ég fór reyndar ekki langt þar sem ég hafði öðrum hnöppum að hneppa. En ég hef ekki séð svona mikinn ís á áni í ansi langan tíma. Þori samt ekki að veðja sálinni upp á það!