Ég og Óli Raggi skelltum okkur inn í Glymsgil á laugardeginum þrátt fyrir viðvaranir Ívars um að þar væri lítill ís. Klöngruðumst eins langt inn gilið og við gátum en enduðum svo á því að fara út aftur og príla leið utarlega í gilinu – Handan við Hornið, Kelda…ekki alveg viss. Lítill ís og kertaður í leiðinni en hressandi engu að síður. Fyrir utan okkur voru einnig fjórir Flubbar á ferð og skemmtu þeir sér einnig.
Sáum glitta í sjálfan Glym og hann virkaði vera nokkuð vel frosinn sitthvorum meginn við aðal bununa. Aðrar leiðir sem við sáum voru þunnar.