Geggjað veður

Home Forums Umræður Almennt Geggjað veður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46349
    0801667969
    Member

    Skellið ykkur í Bláfjöllin á skíði. Hér er búið að vera geggjað veður í allan dag og fínt færi. Logn á öllum toppum. Þegar svona dag gerir þá rifjast upp góðar minningar úr góðum gönguskíðaferðum.

    Kv. Árni Alf.

    #49472
    0801667969
    Member

    Svona til að tala aðeins meira við sjálfan mig þá er sólbráð á harðfenninu. Allar bröttustu brekkurnar eru því í kjör aðstæðum. Frábært að telemarka stafalaus og horfa á þokuna yfir höfuðborginni. Já þetta er búið að vera draumi líkast.

    PS Hverning er það annasrs Norðanmenn? ER nokkuð búið að taka niður lyfturnar í Hlíðarfjalli?

    #49473
    0704685149
    Member

    Maður verður nú að láta leyfa ykkur að láta ljósið skína svona á fimmtíu ára fresti. En héðan er allt gott að frétta. Búið að vera ágæt skíðafæri t.d. á Dalvík í allan vetur.

    kv. Bassi
    sjáumst á telemarkhátíðinni …fylgist með…

    #49474
    3008774949
    Member

    Alltaf gaman að akureyrsku bjartsýninni
    Bendi mönnum að skoða þetta gríðarlega snjómagn á Dalvík
    http://www.skidasvaedi.is/category.asp?catID=27

    Greinilegt að maður þarf að fara að æfa lifrinu í stað læra fyrir festivalið
    Siggi S

    #49475
    Sissi
    Moderator

    Hmm – Akureyringur litli – kasta menn steinum úr glerhúsi – geðveikt offpiste – hmm Siggi?

    Sizmeister

    #49476
    Hrappur
    Member

    jÁ það er víst rosalegur snjór þarna rétt utan myndavélar ;)

    #49477
    3008774949
    Member

    Sko, Sissi það er ekki mér að kenna að þú getur ekki skíðað utanbrautar á þessum brettaling þínum. Prófaðu að hafa tvo planka í stað eins, þá gengur þér kannski betur og kannt betur að meta utanbrautarfæri
    S

    #49478
    Sissi
    Moderator

    Iss – ég skíðaði 4800 metra vertical af ótrökkuðu púðri síðasta fimmtudag, meira en þið í allri ferðinni ;)

    Klaki er til að klifra í, ekki til að renna sér.

    #49479
    0704685149
    Member

    Ég frétti og hitti tvo frá Glóbavogi á snjóflóðanámskeiði um síðustu helgi. ATH það var haldið hér fyrir Norðan: Annar þeirra hélt varla vatni yfir svaka góðri lænu sem hann skíðaði niður rétt utan við Dalvík. Sá aðili hefur verið þekktur að skíða bratt og hratt og er álíka hár í loftinu og hann Böbbi.

    Það er nógur snjór fyrir norðan, sjáumst á telemarkhátíðinni.

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.