Halló halló öll sömul
Nokkrar fréttir frá stjórninni…
Fyrir nokkru var haldinn auka aðalfundur. Mæting fór fram úr björtustu vonum og voru reikningar fyrir árið 2010 samþykktir með öllum 5 atkvæðum fundarmanna. Palli Sveins gerði lágmarks athugasemdir og þakkar stjórn honum kærlega fyrir að hafa ekki haft þær fleiri.
Arsskírteini fyrir árið 2011 eru komin í póst og renna inn um lúgur félaga á næstu dögum. Stjórnarliðar biðjast velvirðingar á því hvað skírteinin koma seint, lofum bót og betrun næst.
I vor var skoðað hvort næðist að gefa ársritið út í sumar en vegna annríkis hjá ritnefnd gekk það ekki en við vonum að ritið komi út með haustinu.
Stjórn auglýsir eftir tveimur áhugasömum félögum til að vera fulltrúar Isalp í Samtökum útivistar félaga. Ahugasamir hafi samband við Atla formann
Nóg í bili…
Stjórnin