Festivalið aflýst

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Festivalið aflýst

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44815
    1704704009
    Member

    Ísfestivalinu fyrir norðan var aflýst rétt í þessu. Ekki er gaman að vera boðberi slæmra tíðinda. Það er ekki nægur ís á svæðinu þótt útlitið hefði verið þokkalegt um helgina. Það hefur verið fylgst vel með ísnum fyrir norðan og í morgun kom í ljós að það litla sem hefði getað orðið meira rann í hina áttina. Auk þess er spáin óhagstæð (snjókomuspá) og lofar ekki nægu frosti til að rétta úr kútnum fram að helgi.

    Varaplanið var í Öræfunum og var strax haft samband þangað en Einar fulltrúi okkar þar segir engan ís á svæðinu.

    Það var mat stjórnar að bera þessi tíðindi strax á borð um leið og þau bárust, til að fólk hefði þá einhvert ráðrúm til að skipuleggja aðra hluti.

    Benda má á að það mun vera ís í Eilífsdal og nægur snjór er fyrir norðan.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.