Festivalið!

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Festivalið!

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46103
    Anonymous
    Inactive

    Ég hef heyrt að það sé gríðarlega góð stemming á festivalinu.
    Olli

    #52498
    Páll Sveinsson
    Participant

    Algör snild.
    Gistiaðstaðan og öll umgerð var frábær.
    Framkvæmdin er ÍSALP til mikilla sóma.

    Nýar leiðir WI – III og IV og V af öllum lengdum og gerðum
    Nokkrar boltaðar leiðir upp í M7.

    Ég held að Robbi hafi verið búinn að skrá 19 nýar leiðir.

    Það tekur nú nokkra daga að losna við brosið.

    kv.
    Palli

    #52499
    Smári
    Participant

    Takk fyrir frábært festival….

    þeir sem sátu heima vegna hræðslu um hláku og lítinn ís geta farið að naga sig í handabökin;)

    kv. Smári

    #52500
    1108755689
    Member

    Þetta var eðalfestival. Hef svo sem ekki samanburð við fyrri festivöl, en þetta var vel skipulagt og vel útfært. Veðrið og aðstæður voru með besta móti.

    Takk fyrir góðar stundir og ómetanlega reynslu.
    Bragi

    #52501
    0311783479
    Member

    Hae

    Thar sem eg atti thvi midur ekki heimangengt thetta arid a Isfestival Isalp, tha brugdum vid tveir Isalparar i viking her i Bretlandi a thad rad a halda “ex-pat” festival i Cairngorms thjodgardinum i Skotlandi. Vid Helgi Hall klifrudum finustu mix leid i Corie an Lochain a laugardaginn i “character building” vedri, eins og monnum er tittraett um her. Frabaer dagur a fjollum og pint-inn thegar nidur var komid bragadist snokktum betur en hann gerdi tveimur vikum fyrr, er vid fostbraedur vorum a ferd a svipudum slodum.

    I gaer tokumst vid a vid margmenni i Coire an Sneachda thar sem allir vildu miga a sama hjarn blettinn og forum tvaer lettar snjoklifurleidir. Bretar eru naegjusamir og fara ekki fram a meira en fol og tha keyra menn 300milur og leggja i hann.

    Fyrirtaks helgi!

    Gaman ad heyra ad Isfestivalid hafi tekist vel!

    Kvedja
    Halli

    ps. luma kannske myndum vid taekifaeri.

    #52502
    Arnar Jónsson
    Participant

    Sælir,

    Það er rétt að maður nagaði sko sér handabakið að komast ekki á þetta festival, en svona getur þetta bara verið. Ég og Óðinn smelltum okkur bara í smá sárabætur ferð í Múlan og klifruðum Rísanda sem var í príðisgóðum aðstæðum og náði ég með smá aulabragði að fá mér smá ís með dífu í fysta sinn hehe.. Hlakkar til að sjá myndir sem þið getið nuddað framan í okkur vitleysingana sem héngu bara heima.

    Kv.
    Arnar

    #52503
    Robbi
    Participant

    Takk fyrir frábært festival.
    Samkvæmt minum kokkabókum þá voru farnar 27 nýjar leiðir og vantar ennþá eitthvað uppá.
    Örleiðavísir kemur á netið eins fljótt og hægt er.
    robbi

    #52504
    2906883379
    Member

    Takk fyrir dúndur helgi! Ætla ekki allir að skella myndum á netið og svona? :)

    kv. Daði

    #52505

    Smá uppástunga… Er ekki málið að koma sér saman um að einhver einn sem er með gallerý, sem virkar sæmilega vel, birti rjómann af myndum helgarinnar? Menn gætu þá sent á viðkomandi bestu myndirnar sínar og hann svo sett allar inn. Þá er hægt að sjá allt það besta á einum stað. Svo getur auðvitað hver og einn sett allar sínar myndir þar sem hann vill.

    Einhver sem býður sig fram í að pósta öllu klabbinu?

    #52506
    Skabbi
    Participant

    Ég þakka öllum sem mættu í Breiðdalinn um helgina, hún hefði ekki verið eins án ykkar!

    Skráning í “Lúxxus-ís 2009” hefst fljótlega. Súddi sér kjötsúpuna.

    Allez!

    Skabbi

    #52507
    Skabbi
    Participant

    Hæ aftur

    Ég vil gjarnan tala saman stutta grein um festivalið til að birta á forsíðu vefsins. Ég óska því eftir myndum í greinina. Ef menn eru til í að senda mér 2-3 myndir sem þeir telja að lýsi klifri og stemmingu vel er það mjög vel þegið.

    Póstfangið er sem fyrr:

    skabbi(hjá)gmail.com

    #52508
    Siggi Tommi
    Participant

    Þakka öllum sömuleiðis kærlega fyrir helgina.
    Hefði ekki verið sama án Súdda…

    Þrátt fyrir gríðarlanga keyrslu er ekki spurning að þetta var miklu meira en vel þess virði enda frábært svæði sem um ræðir.

    Við sáum svo betur á leiðinni heim hvað Berufjörðurinn hefur upp á að bjóða fyrir ísunnendur. Sáum lítið til í tunglskininu á leiðinni austur svo Breiðdalurinn fékk athygli okkar alla… Tökum spretti í þeim firði næsta vetur, það er ljóst.

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.