Var á rúntinum um SA-land um daginn og varð forvitinn.
Er einhver sem veit hvað og hvort hefur verið klifrað í Eystra-horni? Voru ekki Jökull, Stebbi ofl einhverntíman með e-ð prósjekt í gangi þar? Hefur eitthvað annað verið klifrað þar?
Og hvernig er það með Vestra-horn? Nú þykist ég vita að ‘Saurgat Satans’ og ‘Ódysseifur’ hafi verið klifraðar nokkrum sinnum hvor. En hvernig er með aðrar leiðir? Hefur Nemesis t.a.m. einhverntíman verið endurtekin? Í gömlum ársritum er líka talað um fleir leiðir á Kamphornið (sá hluti vestra-horns sem Nemesis liggur í, þ.e. tindurinn fyrir ofan Ódysseif og Saurgatið). Þekkir einhver til þessara leiða og hvar þær fara upp?
Í gömlu ársriti er talað um að Snævarr, Doug Scott ofl hafi klifið Rustanöf (sem er sá hluti Vestra-Horns sem maður keyrir undir á leiðinni út að gömlu ratsjárstöðinni á Stokksnesi). Veit einhver eitthvað meira um þessa leið?