Var að rúlla í gegnum Get Outdoors bloggið (eins og gott er að gera með morgun kaffinu) á rakst á þessa skemmtilegu færslu: http://www.getoutdoors.com/goblog/index.php?/archives/2554-Third-grader-On-A-Mission-To-Turn-4,000-Feet-Into-5,000.html
—
Evan er níu ára gutti í þriðja bekk í South Shore Charter Public School í Massachusets í BNA.
Nýársheitið hans í ár er að ganga á tíu 4000 feta tinda (1219,2m) á einu ári til styrktar grunnskólanum sínum.
Hann ætlar að safna $5000 bandaríkjadala svo að skólinn geti orðið vistvænn.
Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og tek hattinn ofan fyrir Evan litla fyrir að vera með háleit markmið og hafa kjarkinn til þess að láta af þeim verða.
Hægt er að fylgjast með framvinndu Evans á: http://www.summitsformyschool.blogspot.com