Við Skabbi fórum í skemmtilegt bröllt í Esjunni. Þetta er nokkuð áberandi hryggur sem ég held að heiti Rauðhólshryggur, þó ekki viss. Allavegana þá hafði Andri prísað hann mikið og farið nokkrum sinnum og stóðst þetta fyllilega sem skemmtileg bröllt leið á borgarfjallið.
Leiðinda skari tafði aðkomu, en klifrið/bröltið var hið skemmtilegasta snjór,mosi/jarðvegur(e. turf) og klettar skiptust á, höftin á bilinu 2-4m. Líklegast 300m í heildina (þe. þaðan sem við brodduðumst) í Skotlandi væri þetta skosk II, íslenska gráðan er líklega “skemmtilegt bröllt” ;o). Blindbylur síðustu metrana sem og á toppnum þ.a. ekki sást mikið.
Frábært að komast í slíkt ævintýri í höfuðborginni.
Einhverjar myndir:
http://gallery.askur.org/album520
Mæli með þessari leið á Þverfellshorn!
Cheerio
Halli