Er ekki komið nóg?

Home Forums Umræður Almennt Er ekki komið nóg?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45581

    Rólegt yfir umræðunni þessa dagana. Langar því að nota tækifærið og brydda upp á hápólitísku máli.

    Eins og allir hafa tekið eftir er þvílíkt virkjana og álversbrjálæði runnið á þjóðina. Þó svo að hún hafi aldrei haft það betra og allir eigi allt til alls, þá virðist sem græðgin eigi sér engin takmörk. Meiri hagvöxt öskra þeir sem aldrei fá nóg og virðist einu gilda þótt hverri náttúruperlunni sé fórnað á fætur annarri og að heilmikill vafi leiki á því hversu mikils fjárhagslegs gróða má vænta af þessum framkvæmdum.

    Nú er liggur fyrir að Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki eru að seilast inn á Torfajökulssvæðið, Kerlingafjöll, Langisjór er jafnvel í hættu og fleira mætti telja. Nýleg könnun bendir þó til að þjóðin hafi fengið nóg í bili, er sátt við þetta eins og er en meirihlutinn er á móti frekari virkjunum fyrir álver. Vona að þetta sé rétt og að þjóðin sé að sjá að sér.

    En stjórnvöld virðast ekki vera að slaka neitt á nema síður sé. Baráttan er hörð og við sem kunnum að meta ósnortna náttúru verðum að vera vakandi og vinna að því öllum árum að tryggja að náttúran sé metin að verðleikum.

    Það hefur alltaf mikið að segja þegar þungaviktaraðilar segja sína skoðun. Þegar sá sem fólk tekur mark á og virðir hefur upp raust sína, þá er hlustað. Ég held að það myndi vekja athygli ef Ísalp myndi segja sína skoðun í þessu máli. Því vil ég fá að vita hver afstaða manna er til þessara mála og hvort það væri ekki ráð að Ísalp sendi frá sér ályktun þar sem virðingarleysi gagnvart náttúrunni er mótmælt með skýrum hætti. Þetta gæti hugsanlega verið gert í samstarfi við Fjallaleiðsögumenn og fleiri.

    Endilega tjáið ykkur um þessi mál.

    Kv. Björgvin

    #50336
    Smári
    Participant

    sammála síðasta ræðumanni. nú er nóg komið, útivistin er í sókn á Íslandi og æ fleiri vilja njóta óspilltrar náttúru því er mikilvægt að grasrótarsambönd taki höndum saman í baráttunni gegn stóriðjustefnu stjórnvalda áður en verður um seinan. Ísland hefur ætíð verið rómað fyrir hreinlæti og óspillta náttúru, en sú ýmind hefur þegar verið sköðuð sb. mótmælin gegn pure Iceland (eða hvað það nú hét) í London. Eitthvað verður að gera áður en Ísland verður orðið tákn stóriðju í heiminum. Legg þess vegna til að ísalp taki af skarið og fái í lið með sér fleiri samtök, ferðafélagið, útivist o.fl. og mótmæli þessari vitleysu… hvernig það skuli gera er ég ekki viss um en umræðan er mikilvæg, væri gaman að heyra hvað fleirum finnst.

    kveðja frá Noregi
    Smári

    #50337
    0203775509
    Member

    Heyr, heyr. Því fleiri raddir sem heyrast, því betra.

    #50338
    2103654279
    Member

    Atvinnusköpun á landsbyggðinni er góð.
    Túrbínusalur virkjunar er prýðilegur vinnustaður.
    Kerskáli græns álvers er það sem ungdóminn dreymir um.
    Það geta ekki allir leikið sér í skóla í Noregi eða unnið í Blóðbankanum.

    _JF_

    #50339
    Smári
    Participant

    Þetta er ekki spurning um að leika sér í skóla í Noregi eða vinna í blóðbankanum. Málið er að íslenska þjóðfélagið blómstrar núna og því engin ástæða til að skaða ímynd Íslands enn frekar með kaffæringu náttúruperlna. Atvinnusköpun á landsbyggðinni er hið allra besta mál en það er hægt að fara aðrar leiðir eins og t.d. ferðaþjónustu verkefnið sem var að fara í gang á norðurlandi (http://akureyri.net/?cat=3&parentcat=1,&action=detail&item=1469). Samkvæmt skoðanakönnun Gallups eru líka um 63% þjóðarinnar mótfallin frekari álversfylleríi.

    Smári

    #50340
    Siggi Tommi
    Participant

    Það er nú synd að segja frá því að þjóðfélagið er að blómstra (ja, nema útflutningsgreinar náttúrulega) einmitt út af þessu stóriðjufylleríi öllu saman.
    Ég er ekki mikill stuðningsmaður stóriðju en því miður þá virðist álvinnsla vera eitt af því fáa sem Ísland hefur náð að gera vel í samkeppni við aðrar þjóðir.
    Málið er því ekki svo einfalt að ætla bara að hætta þessu áldóti og fara út í ferðaþjónustu, því öfugt við ferðamennsku þá veitir álvinnsla atvinnu og tekjur árið um kring.

    En ég styð alveg yfirlýsingu frá Ísalp um málið. Gott að hagmunaaðilar láti í sér heyra, þó ekki sé nema til að sýna að öllum sé ekki sama…

    #50341

    Blómstrar þjóðfélagið? Myndi kannski frekar segja að það sé uppljómað vegna gróðaglampans í augum landans. Málið er að við höfum það mikið meira en gott. Margir bílar á fjölskyldu, allir með gemmsa, plasmasjónvörp og hvaðeina, neyslufylleríið í algleymingi. Ég skil ekki hvers vegna við geymum ekki þessa virkjanakosti þar til virkilega sverfur að. Svo annað. Á tyllidögum er talað um vetnissamfélagið Ísland. Til að framleiða vetni í stórum stíl þá þarf mikla orku. Sú orka er ekki fyrir hendi ef hún hefur verið læst í álverum.

    Ég held að Ísalparar sé sammála mér í því að það er gengið of hart fram og algerlega óásættanlegt að fórnar okkar helstu náttúruperlum til að geta selt erlendum stórfyrirtækjum orku á undirverði. Þeta myndi kannski horfa örlítið öðruvísi við ef við ættum þessi álfyrirtæki sjálf eða þá ávöxtunarkrafa af virkjanaframkvæmdum væri eins og tíðkast almennt í da en ekki svo fáránlega lág sem raun ber vitni.

    En maður ætti kannski að hætta að röfla og byrja þess í stað að hlakka til að geta keypt sumaríbúð á fimmtu hæð í háhýsi á Reyðarfirði þegar slíkar standa til boða á spottprís í massavís ;)

    #50342
    2502614709
    Participant

    Við eigum að fela stjórninni að gera góða ályktun um þetta og fjölmenna á næstu mótmæli gegn þessu. Það er löngu komið nóg og hegðun manna í þessu brölti öllusaman verið til vansa. Þetta er allt á útsölu við vitum ekkert hvað raforkan er seld á. Ég hef verið duglegur að hjóla undanfarið en mengun í Reykjavík fór 2 daga í þessari viku yfir hættumörk. ísland best í heimi hreint loft besta vatnið o.s.frv. my ass. Í nágrenni borgarinnar eru 2 stór álver annað nýstækkað hitt að fara í stækkun (nema Hafnfirðingar standi í lappirnar), járnblendiverksmiðja og svo á að byggja rafskautaverksmiðju á Katanesi… Álver í Helguvík, Húsavík. Á hverju er þetta lið eiginlega það þyrfti að rassskella það duglega- hvað maður er orðinn þreyttur á hinum heiladauða forsætisráðherra og hans aftaníossum. Svo þarf að stoppa þessa gæja sem vilja malbika Kjöl. Sprengja upp brýnar á Seyðisá og standa vörð um restina af landinu. Við þurfum ekki að virkja meira eða byggja fleiri álve, nóg er komið. Þeir mættu hins vegar alveg leggja járnbraut sem gengi fyrir rafmagni svo við losnum við þessa trukka af þjóðvegunum. Það hlýtur að borga sig ef við hugsum svona 150 ár fram í tímann en ekki bara 4.

    #50343
    Skabbi
    Participant

    Sælir

    Já, þetta eru heldur dapurleg tíðindi verð ég að segja, enn eitt júmbó-álverið og það í næsta nágrenni við helstu náttúruperlur norðurlands. Ég á bágt með að trúa því að allir leiðsögumennirnir og aðrir sem tengjast ferðaþjónustu innan Ísalp ætli að láta þetta ganga yfir sig þegjandi og möglunarlaust. Ég viðurkenni reyndar vel að maður finnur til vanmáttar síns eftur framgöngu stjórnvalda í þessum málum undanfarin ár og endalausan stóryðjuáróðurinn og hagvaxtarfylleríið en það þýðir ekki að við höfum ekkert til málanna að leggja.
    Ef þetta álver verður byggt fyrir norðan næsta víst að fyrirhugaðar gufuaflsvirkjanir duga ekki til að knýja verksmiðju af þessari stærðargráðu. Að sjálfsögðu segja stjórnvöld okkur að þau hafið lofað ALCOA að afla orku og hún verður fengin með vatnsafli í staðin. Næstu virkjunarkostir eru í Skjálfandafljóti, þar sem vatn yrði tekið af Aldeyjarfossi og Hrafnabjargarfossum og Jökulsá á Fjöllum, þar sem vatni yrði veitt framhjá Dettifossi. Ég er hræddur um að ferðamannastraumurinn um Norðurland yrði e-ð minni í kjölfarið.

    Að lokum væri forvitnilegt að heyra e-ð frá stjórn Ísalp um þeirra skoðun á þessu máli.

    Skabbi

    #50344
    Anonymous
    Inactive

    Ég er í stjórn Ísalp og alfarið á móti þessum virkjana- og stóriðjukostum. Stjórn Ísalp hefur ekki tekið þetta mál sérstaklega til ályktunar en það væri að mínu mati gott mál að gera það.
    Kveðja Olli

    #50345
    2704735479
    Member

    Um vöxt áliðnaðar á Ísland (heimild: KB-banki)

    Þjóðhagslegur ábati stóriðjunnar er því einkum fólgin í því yfirverði sem álver greiða til íslenskra framleiðsluþátta, einkum vinnuafls og orku. Þar skiptir arður af sölu raforku mestu máli. Sú stefna virðist hafa verið ríkjandi hérlendis að selja raforku nærri kostnaðarverði sem endurspeglast bæði í fremur lágri arðsemi Landsvirkjunar og fremur lágrar ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið gerir til virkjanaframkvæmda…

    Virðisauki % af heildartekjum
    Ál 1 t 24,0%
    Þorskur 1 t 80,0%
    Ýsa 1 t 78,0%
    Karfi 1 t 73,0%
    ferðamaður 62,0%

    Áætlað er að um 450 störf skapist við álverið í Reyðarfirði eða að einn starfsmaður sé á hver 700 framleidd tonn og má áætla að um 700 störf skapist í Norðuráli og Reyðarfirði miðað við áætlaða framleiðsluaukningu. Auk þess skapast örfá störf við
    virkjanir en reiknað er með að 10 til 20 manns muni starfa við Kárahnjúkavirkjun þegar að framkvæmdum er lokið og má því gera ráð fyrir að fjölgun starfa verði alls um 750 sem jafngildir atvinnusköpun af 40 þúsund ferðamönnum…

    Viltu vita meira:
    http://www.kbbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4404

    #50346

    Eins og Kristín Matha bendir réttilega á þá er virðisaukinn af álinu sorglega lítill. Virðisaukinn af hverjum ferðamanni er meira en tvöfallt meiri. Velti fyrir mér hvurslags hálfvitar eru við stjórnvölinn á þessu landi. Hafa geinilega ekki lesið þessa skýrslu. Maður er farinn að efast um að þetta lið hafi yfir höfuð gengið í skóla á lífsleiðinni.

    Má til með að benda á nokkur komment úr skýrslunni:

    “Hátt gengi krónunnar hefur verið mikill hvati fyrir flutning iðnfyrirtækja til útlanda”

    “Nær öruggt má því telja störfum í iðnaði fækki frekar en fjölgi hérlendist á næstu árum þrátt fyrir uppbyggingu í áliðnaði”

    “…líklegt að hagvaxtaráhrif þessara tveggja stóru fjárfestingarverkefna verði lítil…”

    “Hreinar útflutningstekjur af einu tonni af þorski nema 10 tonnum af áli og að sama skapi skilar hver ferðamaður virðisauka á við þrjú tonn af áli.”

    Í skýrslunni er álveravæðingunni helst líkt við skuttogarvæðinguna á áttunda áratugnum en þá leiddi hraður vöxtur til hækkunar á gengi krónunnar sem leiddi aftur til þess að öðrum greinum var ýtt til hliðar og hlutfall útflutnings af landsframleiðslu lækkaði í raun.

    Ályktum um málið!

    #50347
    0405614209
    Participant

    Ísalp er meðlimur í samtökum útivistarfélaga (Samút). Þetta mál á greinilega erindi til Samút og ætti að vera komið í vinnslu og umsagnar fyrir löngu.

    Ég fór á fund hjá Samút þegar frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var sent til umsagnar. Það muna líklega margir eftir þessu en ef ég man rétt þá fengum við 2 eða 3 daga til að skila inn athugasemdum. Þetta var gert en var lítið eða ekkert tekið tillit til athugasemdanna.

    Legg til að stjórnin setji sig í samband við Samút og athugi stöðu mála þar.

    Ég tel þess utan að þegar það verða komnar fleiri raflínur þvers og kruss yfir hálendið þá sé ferðamannaiðnaðurinn sjálfdauður. Menn eru t.d. komnir í vandræði með að finna staði til auglýsingagerðar – allstaðar raflínur og ekki hægt að mynda.

    Ég er líka aðeins innviklaður í málefni Kerlingarfjalla. Ég veit að það stendur til að fara að bora einhverjar holur þarna til að athuga með háhitanýtingu (og væntanlega virkjun í framhaldinu). Það verður hægt að loka þessum stað þegar þetta próject fer í gang. Allir að flýta sér í Kerlingarfjöll til að sjá og skoða áður en svæðið verður eyðilagt.

    Kveðja
    Halldór Kvaran

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.