Nýjar Leiðir 2016– 2017

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Leiðir 2016– 2017

  • Author
    Posts
  • #62070
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    Thorstein, Bjartur and me went on the west face of Hnukur on the 15th-16th October and we climbed the first part of “Beina brautin” (2010) and then in the last 3 pitches followed a new line in the gully on the right.
    No name yet. WI3 180m
    We did the approach and back from Svinafellsjokull (7h).
    Green line in the pictures.

    • This topic was modified 8 years ago by Matteo.
    • This topic was modified 8 years ago by Matteo.
    #62098
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    we decided to name the route
    “Vinamissir”
    FF Bjartur Týr Ólafsson, Þorsteinn Cameron and Matteo Meucci
    15-10-2016
    WI3 180m

    #62099
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    I ended the bolting of a new route in Bolaklettur on friday 28th October. The mix part is about 20m long, with 9 bolts. The route has been bolted grounding up so might be that is not perfect; the first part was led and I just hang on the axes for bolting, for the second (more overhanging) i had to make some aid climbing but still on axes except for 2 cams (ladder connected to one axe and I was on the other).
    The route need ice on the top part, that can be in two pitches to the top of the cliff: there is no a top anchor at the end of the rock part neither on top of the cliff.
    I propose “Alea iacta est” (the die has been cast) as name and M8-M9 as grade to be confirmed (no one has climbed yet).
    The route is not red tagged, everyone can go and try!
    Would be kind if you invite me in the game if you go and in case return to me the 5 quickdraw left.
    Have fun!
    Matteo

    #62115
    Arni Stefan
    Keymaster

    Einhyrningar

    Skráð með hefðbundnum fyrirvörum.

    #62268
    Matteo
    Keymaster

    Chinese hoax

    We propose this name for the spur we climbed on the right of Fimm i fotu.
    If someone knows about previous ascent, please let us know.
    Matteo

    #62365
    Jonni
    Keymaster

    Tvær nýjar leiðir í Hrútadal um helgina
    Hvítur refur WI 5-, Matteo og Lorenzio
    Hrútskýring WI 4+, Jonni og Bjartur

    Bændurnir á bænum undir dalnum vildi meina að það væri mikið grjóthrun í dalnum allan ársins hring og kvöttu okkur til að fara varlega. Klárlega eitthvað sem vert er að taka með í reikninginn ef hlýindi eru í lofti.

    #62990
    AB
    Participant

    Eftirförin

    Staðsetning: Vesturveggur Trönu í Eyjadal, norðan Móskarðahnjúka.

    AI2 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason og Sveinn Friðrik Sveinsson, 14. apríl 2017.

    Leiðin hefst við lítið sker neðst í hlíðinni. Klifrað upp nokkur höft, um 100 metra, uns dregur úr brattanum næstu 150 metra. Lokakaflinn liggur hægra megin upp greinilegan höfuðvegg efst í fjallinu (lykilkafli). Þar voru tvær hreyfingar af M4, annars léttara klifur.

    Fyrstu 150 metrarnir voru einfarnir, næstu 100 m á hlaupandi tryggingum og síðustu 50 m í fastri spönn.

    Tryggt var með hnetum, öxum og snjóankeri.

    Aðkoma: Ókum inn Svínaskarðsveg og þurfti að fara yfir nokkra skafla sem voru krefjandi fyrir 38″ jeppa. Síðan gengið upp gil innarlega í Svínadal sem liggur milli Móskarðahnjúka og Trönu. Áhugavert væri að skíða norður af Móskarðahnjúkum í leiðina. Þriðji möguleikinn væri að ganga inn Eyjadal.

    Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum þann 18. október, 1942. Þá hafði orrustuflugvél Bandamanna veitt þýskri Junkers 88 herflugvél eftirför og þær skipst á skotum. Jafnvel er talið að þær hafi rekist saman með þeim afleiðingum að stél þeirrar þýsku skemmdist. Eftirförinni lauk með þeim afleiðingum að sú þýska fórst í hlíðinni, skammt ofan við gilið sem við gengum upp úr Svínadal, og létust allir þrír áhafnarmeðlimir. Lík þeirra voru jarðsett í kirkjugarðinum í Brautarholti, en síðar flutt í Fossvogskirkjugarð. Í gilinu má enn finna brak úr vélinni, þó snjórinn hafi hulið það þegar við vorum á ferð.

    Heimild: http://www.ferlir.is/?id=6114

    #63008
    AB
    Participant

    Austurhryggur Skessuhorns

    AI2 M4, 350 m. FF: Andri Bjarnason, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, mars 2016.

    Leiðin fylgir A-hrygg Skessuhorns til að byrja með í gegnum ágætis mix-höft. Tekur svo sveig til hægri, framhjá íslausum, bröttum höftum, og þaðan skáhallt upp til vinstri, alveg upp á tind Skessuhorns. Í góðum ísaðstæðum er mögulegt að beinni lína sé möguleg. Mestu erfiðleikar í höftunum í fyrstu spönn.

    Klifraðar voru tvær langar spannir en síðan á hlaupandi tryggingum upp á topp. Aðallega var tryggt með bergtryggingum.

    #63009
    AB
    Participant

    Tvíhleypan

    WI3 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 21. apríl 2017.

    Leiðin fylgir áberandi hrygg, sunnan við austurhrygg Skessuhorns. Hryggnum var fylgt að mestu, en leiðin flöktir þó aðeins til að elta góða tryggingarstaði og ís. Undir lokakaflanum, einskonar höfuðvegg, var hliðrað til vinstri (suðurs) í góðan ís sem var klifinn upp á topp.

    Mestu erfiðleikar leiðarinnar voru í mixhöftum í fyrstu spönn, þá sérstaklega því fyrsta. Um miðbik leiðar var
    falleg spönn með stuttu og bröttu hafti af bláum ís. Talsvert af góðum ís í efri hluta, en óvenju góðar aðstæður voru í Skarðsheiði í frumferðinni.

    Klifruð var ein föst spönn í byrjun, þá tvær langar hlaupandi spannir og loks tvær spannir upp lokakaflann, samtals um 300 metrar. Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar) og skrúfum. Nóg af góðum tryggingum.

    Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum á ofanverðri 19. öld. Bóndi nokkur hafði ráðið kaupamann sem hafði víða verið til vandræða. Leið ekki á löngu þar til kaupamaðurinn gerði sér dælt við eiginkonu bóndans. Bóndinn var alræmdur skapmaður og tók þessu ekki þegjandi, heldur reif fram skotvopn, enska tvíhleypu, og beindi henni að kaupamanninum sem flýði í ofboði út úr bænum, upp í átt að Skessuhorni og bóndinn á eftir. Bóndinn mun fljótlega hafa dregið á kaupamanninn og náði honum loks þar sem nú heitir Kaupamannsgröf. Liggur sá staður ekki fjarri upphafi klifurleiðarinnar.

    Myndir: myndir úr ferð

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.