Endursólun

Home Forums Umræður Almennt Endursólun

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47135
    Arni Stefan
    Keymaster

    Ég er með miðaldra hálfstífa gönguskó sem hafa reynst mér mjög vel en sólinn á þeim er orðinn full slitinn, en það er alveg nóg eftir af leðrinu ennþá. Sólinn er frá Vibram.
    Veit einhver hvort hægt sé að fá skó endursólaða með Vibram sóla einhverstaðar hérlendis? Og ef ekki, mælið þið með einhverjum sérstökum skósmið/sólum og þá mögulega hugmynd um hvað þetta gæti kostað?

    #56685
    atlilyds
    Member

    Sæll!

    Lét gera þetta við skó sem ég hafði tekið miklu ástfóstri við fyrir uþb ári síðan. Þráinn skóari gerði þetta fyrir mig, gerði það nokkuð vel og tók 12.000 kr fyrir sóla og vinnu.
    Hinsvegar þá dóu skórnir nokkru síðar, saumar fóru að gefa sig og leðrið að brotna þannig að sennilega helst þetta nú nokkuð í hendur, ending á skóm og sóla. Ég amk sá eftir að hafa ekki bara keypt mér nýja skó strax eins og ég hef gert hingað til.

    Það er svona þegar maður reynir að spara í kreppunni:-(

    #56686
    Freyr Ingi
    Participant

    Ég er einmitt í sömu sporum og Árni. Með hjartafólgna alstífaskó í höndunum sem mig langar til að endursóla. Nóg eftir af þeim held ég þó botn og einstakir saumar séu orðnir þreyttir.

    Hef heyrt að menn séu að senda stífa skó til Þýskalands í endursólun.

    Spurning um að smala saman skóm í sendingu til fagmannanna þar?
    Ég býð mínum skóm alla vega í ferðalag ef þeir fá ferðafélaga.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.