Eilífsdalur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46054
    Stefán Örn
    Participant

    Ég og Fjallaskarpur skelltum okkur inn í Eilífsdal á laugardaginn og hittum þar fyrir Robba og Sigga Tomma.

    Þar er allt að gerast en engar leiðir myndu teljast vera komnar í góðar aðstæður. Skelltum okkur allir í Einfarann sem er íslítill núna en að sama skapi í skemmtilegum aðstæðum. Ekki nenntum við upp á brún því skoran efst í leiðinni er ís- og snjólaus með öllu.

    Þar sem brekkan undir leiðunum er algerlega snjólaus er aðkoman að leiðunum erfiðari en ella. Það sem venjulega er þægilegt snjóbrekkurölt er núna frosinn lækjarfarvegur með litlum höftum. Þægilegast er að ganga upp og niður lækjarfarveginn neðan við Tjaldsúlurnar eða upp mosahrygginn á milli Einfarans og Tjaldsúlanna. Ekki þægilegt að fara niður mosahrygginn hins vegar.

    N’joy!

    Steppo

    #49032
    Robbi
    Participant

    Þess má geta að bóndakonan á bænum tók okkur á tal. Hún sagði að okkur ísklifrurunum væri guðvelkomið að leggja við bæinn hennar. Keyrt er inn í hlaðið hjá bænum og síðan í gegnum eitt hlið. Þaðan niður að útihúsi. Hún sagði að ekki væri ráðlagt að geyma bílinn þar því þar ganga hestar lausir, heldur ætti maður að opna líka næsta hlið og fara alveg upp að útihúsinu og loka á eftir sér því þar eru engir hestar. Þeir eiga það til að tyggja bílana ;)
    Robbi

    #49033
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, og í suðvesturhorni girðinganna frá útihúsunum er hlið sem er ekki með rafmagnsgirðingu ef menn vilja sleppa við girðingabrölt.
    Hliðið inn á sumarbústaðasvæðið við Valshamar er nefnilega meira og minna lokað frá október fram á vor og því vandkvæðum bundið að komast þá leiðina. Við komumst að því að nyrðri leiðin, þ.e. frá bænum, er ekki nema nokkur hundruð metrum lengri í mesta lagi, maður sleppur við að vaða ána uppi á dal auk þess sem mýrarnar eru mun skárri þeim megin. Mælum því hiklaust með henni.
    Vonum svo bara að þessir kuldar haldist því þetta var ótrúlega efnilega þarna innfrá en vantar ennþá slatta af góðum frostadögum til að verða alveg reddí.

    Hvernig gekk annars hjá Þórisjökulsförum?

    #49034
    Sissi
    Moderator

    Mættum upp á Select á einhverjum óguðlegum tíma, eftir fínt kvöld á Airwaves. Fallegt veður á fjöllum. Þoka í Þórisjökli þannig að við vorum komnir alveg upp að Birkitrénu þegar við loksins fengum staðfestingu á því sem allir óttuðust: að Angelina Jolie er maður. Grín – það var sem sagt ekki arða af ís í leiðinni.

    Nema hvað, menn hressir á því og var því brölt upp gilið við hliðina. Fínt 3 gráðu brölt kannski með einu hafti, ágætlega langt og góður ís/snjór.

    Allir bara nokkuð sáttir held ég, betra en að hanga heima.

    Sizmeister 2K

    #49035
    Ólafur
    Participant

    Athyglisvert

    Maður fer að halda að það sé hættur að myndast ís þarna. Hér áður fyrr var það árlegur viðburður að fara þarna uppeftir og þá var hægt að treysta á að þarna væri ís eftir sambærilega frostakafla og núna. Síðustu 3-4 ár virðist mér þetta hafa verið frekar dapurt…ég keyrði þarna uppeftir fyrir 3-4 árum í fullt af snjó eftir langan frostakafla og þá var ekki snefill af ís í leiðinni. Mér sýnist Þórisjökullinn búinn að vera frekar dapur alveg síðan og ekki lengur hægt að treysta á að komast í góðan ís þar.

    Spurning um að fara bara frekar á Airwaves…eða labba inní Eilífsdal.

    #49036
    3008774949
    Member

    En hvernig með skarðsheiðina?? Er einhver búinn að tékka á leiðunum þar, hvað sem þær heita nú aftur

    S

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.