Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Dynjandi klifraður í fyrsta skiptið
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
11. February, 2010 at 00:47 #47574
0304724629
MemberEða það held ég. Hálkan getur verið varasöm eins og sést í lokin. Leiðin er 120 metrar og svakalega létt. Mun léttari en ég hélt. Setti inn eina skrúfu. Við vorum innan við klukkutíma að þessu.
Arnarfjörður er alveg snjólaus. Við reyndum að keyra út að Lokinhömrum en vegurinn er illa skemmdur. Þar ku vera svakalegar ísleiðir. Sáum nokkrar mjög lofandi fyrir utan Þingeyri.
Hérna er smá vídjó. Afsakið kajakinn í byrjun.
11. February, 2010 at 08:54 #55155Páll Sveinsson
ParticipantÉg verð að fá mér svona vídeó. Snildar græja.
Hrikalaega náðir þú að halda kúlinu þegar hálfur fossin fór af stað og horfa á öxina fara niður með honum í hægmynd er algjör snild.
Fórstu svo bara restina á annari?
kv.
Palli11. February, 2010 at 08:59 #551561108755689
MemberSæll…ég er hræddur um að ég hefði migið í mig….
B
11. February, 2010 at 09:06 #55157Smári
ParticipantÞað var eins gott að þú fórst ekki með…. með eina skrúfu í…
11. February, 2010 at 09:16 #55158Ólafur
ParticipantScheize
Ég meig á mig bara við að horfa á þetta. Og næsta skrúfa í hæð við fjöruborðið! Spurning um að hella sér í sjókajakmennskuna? Ísfirðingar…
11. February, 2010 at 09:22 #55159Björk
Participantvá!!!
Náðiru exinni aftur?11. February, 2010 at 09:38 #551600304724629
MemberKláraði leiðina á ,,einari” og seig svo eftir exinni. Hún var pikkföst í einu ís stykkinu sem enn hékk uppi. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem í Arnarfjörðinn á þessum árstíma, enda venjulega allt lokað á milli. Vonandi fer að frysta og við getum kíkt á eina flott leið ekki langt frá Hrafnseyri.
rok
11. February, 2010 at 10:15 #55161Skabbi
ParticipantVá, brútalt!
Á ísfestivalinu á Bíldudal í fyrra sögðu heimamenn okkur að Dynjandi væru verðugasta verkefnið í firðinum, enda hár og svínbrattur. Vel gert herrar, og góð redding þarna í lokin!
Allez!
Skabbi
11. February, 2010 at 10:47 #551621108755689
MemberHvernig myndavél er þetta?
11. February, 2010 at 11:53 #55164Ragnar Heiðar Þrastarson
ParticipantÞetta hefur nú lengi við draumur Vertzfirskra klifrara…að fara fallegasta foss landsins í klakaböndum. Vel gert Rúni og Búbbi! Hvað borgaðir þú fyrir þessa Hero CAM vél?
11. February, 2010 at 12:16 #551650304724629
MemberMyndavélin fæst hér: http://www.goprocamera.com/
Splæstum í HD vélina ásamt einhverjum aukahlutum. Held þetta hafi verið um $400.
Alveg ótrúleg gæði en skrárnar eru svakalega stórar og ætli maður þurfi ekki að fjárfesta í nýrri tölvu líka….
Tekur líka fínar ljósmyndir en það er ekkert display. Verður fljótlega hægt að kaupa skjá aftan á vélina.rok
11. February, 2010 at 17:18 #55168Smári
ParticipantAlltaf gaman þegar fréttir af klifri enda ífjölmiðlum Verst að það er samt ansi oft tengt óhöppum eða næstumþvíóhöppum.
Fór allt í einu að hugsa um hvernig þetta hefði farið ef þú hefðir verið með fetla… “Hún var pikkföst í einu ís stykkinu sem enn hékk uppi”
Smári
11. February, 2010 at 17:29 #55169Björk
ParticipantRúnar Óli Karlsson ísklifurmaður
11. February, 2010 at 17:40 #55170Gummi St
Participantwow, Snilld að ná þessu á video og mjög heppilegt að þú ert ennþá heill!
11. February, 2010 at 18:16 #551710402764759
MemberGat ekki betur séð en að á einu augnabliki hafi báðar hendur verið lausar.
Mér finnst Rúnar ísklifurmaður cool. Hero með Herocam
12. February, 2010 at 12:23 #551730703784699
MemberTalandi um GoPro að þá var þetta var jólagjöfin í ár hjá mér. Er búinn að taka hana út að leika töluvert……og henti inn einu klifurmyndbandi í byrjun árs. Hér gefur að líta frumraunina fyrir þá sem hafa ekki séð það. Var með vélina á löngu priki sem útskýrir hristinginn í seinni hluta myndbandsins.
[img]http://www.youtube.com/watch?v=8PBm-e45XfU[/img]
Er með tvö önnur mynbönd undir project en þar sem það er svo mikið að gera í klifrinu að þá gefst ekki tími til að klára að klippa það til.
Mæli klárlega með þessari vél, og þá sérstaklega HD. Bíð spenntur eftir að fá surf festingarnar og taka þær í prufukeyrslu.
Hérna gefur að líta myndband sem var skotið á sömu vél á Laugaveginu í sumar, þeas gömlu týpuna ekki HD.
kv.Himmi
PS: hérna er linkurinn ef þetta klikkaði, http://www.youtube.com/watch?v=8PBm-e45XfU
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.