Í þá mund sem ég hélt að ég yrði með fyrstu mönnum til að skíða Bláfjöllin um helgina á fínu (og gömlu) fjallaskíðunum tók hællinn á Fritschi bindingunum upp á því að brotna… Bara sísvona þegar ég steig í bindingarnar.
Ekki beinlínis það sem maður vill lenda í í upphafi vetrar en spurningin er, hvernig reddar maður þessu?
Hafa einhverjir reynslu af svona löguðu og geta bent á þægilegustu leiðina til að laga þetta? Er hægt að fá varahluti eða þarf kannski að splæsa í nýjar bindingar? Of svo er alltaf spurningin, þó að hægt sé að laga gripinn er spurning hvort meira vit sé í því að fá nýjar bindingar – í stað þess að bíða eftir að eitthvað annað bili í miðri salíbunu.