Dagsferð á Þumalinn

Home Forums Umræður Almennt Dagsferð á Þumalinn

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47449
    oskarara
    Member

    Undirritaður og Einar Rúnar oft kenndur við Öræfin fórum í dagsferð á Þumalinn 9. september síðastliðinn. Klifur á Þumalinn er svosem ekki frásögu færandi, en við höldum að þetta hafi ekki verið klárað einum degi fyrr en nú þ.e frá Skaftafelli í Skaftafell. Það sem við gerðum til að stytta gönguna inn Morsárdalinn var að við hjóluðum frá Skaftafelli um 8 km inn dalinn. Gangan inn Morsárdalinn hefur gert það að verkum að klifur á Þumalinn hefur til þessa verið tveggja daga ferðalag, menn hafa hent sér niður yfir nótt innfrá.
    [attachment=328]DSC_0837.jpg[/attachment]

    [attachment=329]DSC_0859.JPG[/attachment]

    Við lögðum af stað frá garðinum inn við Morsárdal um 6:30, hleyptum svolítið úr dekkjunum á reiðfákunum og brunuðum af stað. Skildum svo við hjólin þegar við höfðum hjólað um 8 km inn dalinn. Veðrið var gott, jörð örlítið héluð. Gengum upp að Þumli hina hefðbundnu leið, upp úr Kjós inn Hnútudal og þaðan yfir að Þumli, sunnan megin (skilst að venjulega sé farið norðan megin Þumals að klifurleiðinni?). Á leiðinni uppúr kjós fór að hvessa mikið og þegar við komum að Þumli blés hressilega ísköldu af jöklinum. Héldum um stund að við þyrftum að snúa á því, en eins og hendi væri veifað lægði og veðrið skartaði sínu fegursta það sem eftir lifði dags.

    Klifrið svosem ekki frásögu færandi, skiptumst á að leiða, tókum þetta í fjórum eða fimm spönnum. Tryggðum með hnetum, fleygum og í grjót. Á niðurleið bætti ég við fleyg í stansinn neðan við „strompinn“ og líka í sjálfum „strompnum“ og endurnýjaði vefnað. Fengum frábært veður eins og áður sagði, sól og nánast heiðan himinn, gott útsýni til allra átta.

    Á heimleiðinni gengum við svo norður fyrir Þumalinn, út á jökulinn. Frábær dagur í góðu veðri, komum svo í Skaftafell um kl 20:00. Í sjálfu sér ekkert epískt afrek en gaman að nefna þennan möguleika.

    Óskar Ara

    #57057
    Karl
    Participant

    Er þetta ekki oftast farið sem dagsferð?

    Fór þetta á einum degi fyrir rúmum 20 árum og hef e-h fundist að flestir gerðu þetta þannig!

    #57058
    2806763069
    Member

    Jebb, all oft farið í dagsferð þó það sé bæði langur og strangur dagur og þó að hlutfall klifurs og göngu sé heldur óhagstætt!

    #57059
    oskarara
    Member

    Var hvattur ef einum “gömlum” úr bransanum að skutla þessu hérna inn. Grunaði svosem að menn hefðu gert þetta í einni bunu………Styttir óneitanlega daginn að grípa í hjólið.

    #57060
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir þessa stuttu sögu Óskar.

    Það er allt of sjaldan sem maður heyrir af ferðum á Þumalinn og þetta því vel tímabært. Þá hvetur þetta mann til þess að drattast af stað með hjólið í eina dagsferð á þennan glæsilega putta.

    #57061
    0801667969
    Member

    Þurfum fleiri svona skemmtilegar sögur. Lífgar upp á síðuna. Menn ættu að vera ófeimnir við að koma ýmsu efni hér að.

    Held að það sé ekkert sem flokkist of ómerkilegt til að birtast. A.m.k eitthvað uppbyggilegra en þrefið í sumu gamalmenninu.

    Hef tvisvar ætlað mér á Þumal. Í fyrra skiptið komst ég ekki úr bænum. Í seinna skiptið treystu sporgöngumenn sér ekki upp vegna færis. Gott að geta kennt öðrum um eigin aumingjaskap.

    Kv. Árni Alf.

    #57062
    Gummi St
    Participant

    Gaman af þessu, mig hefur dauðlangað þarna upp lengi en einhvernvegin aldrei andskotast til þess.
    Tek undir það að setja inn svona frásagnir eða beina í myndasíður, alltaf gaman að skoða svona efni!

    #57063
    0808794749
    Member

    Töff.
    Það lítur út fyrir að hjólaferð inn Morsárdalinn sé orðinn standard eftir að ég, Heiða og Sædís gerðum atlögu að Þumlinum í vor.
    Lentum í rigningu sem breyttist svo í snjókomu og náðum ekki takmarkinu.
    Ég mun hinsvegar seint fara aftur gangandi inn Morsárdalinn í sömu erindagjörðum.
    fyrir áhugasama:
    http://sveinborg.smugmug.com/HikeSnowEtc/Hike/thumalsvidreynsla/17403221_RvVG6Z

    bæ.

    #57064
    0412805069
    Member

    Usss, láttu þetta ekki á opinn vef. Hjóla á mosanum:

    http://sveinborg.smugmug.com/HikeSnowEtc/Hike/thumalsvidreynsla/17403221_RvVG6Z#1323221700_gzW8Hxq

    Bendi í framhaldi á umræðu um stjórnunar og verndaráætlun í Vatnajökulsþjóðgarði

    #57065
    Skabbi
    Participant
    Björn Oddsson wrote:
    Usss, láttu þetta ekki á opinn vef. Hjóla á mosanum

    Er það semsagt verra en að ganga á mosanum? Hvað gerist ef þetta sést á opnum vef?

    Skabbi

    #57066
    oskarara
    Member

    Við Einar hjóluðum eftir gönguleiðinni, mér finnst þetta svæði henta stórvel til hjólreiða. Vona að menn fari nú ekki að leggja bann við slíku, held nú að hjól marki nú ekki meira í landið en fótgangandi manneskja. Dalbotnin er jú þakinn lággróðri og lúpína á köflum en alveg hægt að fara um án þess að hreyfa við því öllu saman.

    #57075
    0412805069
    Member

    Skarpi og Óskar. Þetta er raunverulegt, hjólreiðar eru bannaðar í Morsárdal utan slóða. Þetta er eitt af mörgum atriðum sem þarf að laga í Stjórnunar- og Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

    “Hjólreiðar eru aðeins leyfðar á slóða sem notaður er til að flytja kindur í beitarhólfið”

    http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/media/pdf/Stjornunar–og-verndaraaetlun-20110228-stadfest.pdf

    Ég skora á ykkur að googla “Vatnajökulsþjóðgarður” og “hjólreiðar”. Þá finnið þið ýmsar ályktanir, skýrslur og reglugerðir um málefnið.

    kv.

    Björn

    #57076
    Karl
    Participant
    Björn Oddsson wrote:
    Ég skora á ykkur að googla “Vatnajökulsþjóðgarður” og “hjólreiðar”. Þá finnið þið ýmsar ályktanir, skýrslur og reglugerðir um málefnið.
    kv.
    Björn

    Þetta er rétt.
    Í fyrstu útgáfunni voru allar hjólreiðar bannaðar, -líka uppi á jökli.

    Það er slæmt að regluverk þjóðgarðsins virðist að miklu leyti vera ættað frá kontóristum sem aldrei hafa stundað útivist.

    Ég hef trú að það megi laga þetta þ.e.a.s ef útivistarmenn gefast ekki upp á að slást við kerfið og geri einfaldlega það sem þeim sýnist réttast, óháð regluverki.
    Það er margbúið að benda á mikið af þessum ambögum en í stað þess að taka þessu sem jákvæðum ábendingum þá fer kerfið alltaf í vörn. Slíkt er yfirleitt dæmi um að menn valdi ekki verkum sínum.
    Í þau skipti sem ég hef strunsað Morsárdalinn þá hef ég alltaf bölvað því að vera ekki á hjóli.

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.