Búlandstindur

Home Forums Umræður Almennt Búlandstindur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46465
    AB
    Participant

    Mikil hamingja með umræðusíðuna.

    Búlandstindur er reisulegt fjall milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Hefur eitthvað verið klifrað í fjallinu?

    Kv, Andri

    #48151
    Karl
    Participant

    Ekki hef ég frétt af klifri.
    Norðurveggurinn er ófarinn en í svartasta skammdeginu myndast þar 500 m ís og etv mix í efri hluta fjallsins. Við réttar aðstæður er þarna að finna eina af áhugaverðari alpaleiðum landsins.
    Ég hef ekið þarna framhjá í jasnúar og horft, NB neðan frá vegi, á þræl fallega leið þarna upp.
    Góða ferð.

    #48152
    Karl
    Participant

    Gott að spjallið er komið í gang,
    Takk vefarar.

    Kalli

    #48153
    AB
    Participant

    Kalli, ertu ekki að meina hliðina sem snýr að veginum, þá stærstu og myndarlegustu. Það er austurhliðin. Við hljótum að vera tala um sömu hlið fjallsins.

    Kv, Andri

    #48154
    2806763069
    Member

    Ég hef líka tíma í þetta ef einhvern vantar klifurfélaga. Ef það er eitthvað vesen þá er einfaldlega hægt að klifra allar hliðarnar. Óþarfi að skilja nýjar leiðir eftir handa einhverjum öðrum.

    #48155
    AB
    Participant

    Rétt er það Ívar. Þá er bara að bíða eftir vetrinum sem vonandi kemur á undan næsta sumri.

    Hilsen, AB

    #48156
    Karl
    Participant

    Jú til að vera hárnákvæmur þá er ég að tala um NA vegginn.
    Að NV er líka töluverður veggur mjög ofarlega en ég hef ekki séð eins mikinn ís í honum

    Kalli

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.