Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Búahamrar
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
1. July, 2009 at 09:32 #47023Siggi TommiParticipant
Fór ásamt Ása ævintýri í eftir-vinnu þeyting í Búahömrum í gær í blíðskaparveðri. Lögðum af stað kl. 16:30 og vorum komnir heim kl. rúmlega 21.
Byrjuðum á að storma upp Rauða turninn í austurhluta klettanna. Toppuðum upp á brún og röltum 200-300m (?) til vesturs eftir brúninni yfir í Gandreiðina.
Til fróðleiks, þá er þægilegasta leiðin að þessum hluta Búahamra eftirfarandi.
1) keyrið inn hjá Esjugöngu bílastæðinu við Mógilsá en beygið strax til vinstri (vesturs) inn á malarslóða sem fer meðfram trjánum.
2) keyrið malarslóðann nokkur hundruð metra undir hamrana þar til komið er að gryfju undir einum (stærsta) rananum niður úr hömrunum.
3) leggið skrjóðnum við gryfjuna og bröltið að rananum, farið upp með honum nokkur hundruð metra að vestan og upp að áberandi bröttum og formfögrum “pillar” en það er Rauði turninn. Gangan tekur um 10-15mín.Rauði turninn er tvær spannir: 5.9 20m, 5.7-8 25m. Nokkrir boltarnir (2 í fyrri spönn og allir í seinni) eru komnir nokkuð til ára sinna og kominn tími á endurnýjun. Fyrri spönnin er solid hressandi spönn. Nokkuð funky og tæpt vissulega. Seinni spönnin er svolítið spes, kjánaleg byrjun, frekar runout (10m ofan við efsta bolta upp í akkerið, getur verið gott að hafa með sér hnetur fyrir síðasta haftið), klárlega síðri en sú fyrri en ívið léttari.
Uppi á klöppinni eftir seinni spönnina er sigakkeri, sem hægt er að síga á niður í millistansinn og þaðan niður. Einnig er hægt að ganga upp á brún (eins og við gerðum) og þá er rampinum (sem akkerið er á) fylgt hægra megin nokkurra tuga metra létt klöngur (línulaust, farið bara varlega).
Fín leið og ekki hvar sem er sem hægt er að fara tvær spannir hér á landi og gæðin á klifrinu eru bara fín.
Hægra megin við Turninn er ca. 5.7 leið, 15-20m. Hún er alveg ágæt, nokkuð mosavaxin og tæp í lokin. Fín upphitun fyrir Turninn en óneitanlega af allt öðrum (og síðri) kalíber.Þar sem frekar erfitt er að finna Gandreiðina, þá skelltum við appelsínugulri veifu á hól rétt fyrir ofan akkerið í henni. Vonum að hún tolli þarna eitthvað áfram og hjálpi fólki að finna snilldina. Ef brölt er nokkra metra (ca. 5m) niður að brúninni frá veifunni á að sjást í akkerið á litlum vesturvísandi stalli.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gandreiðin boltuð ca. 15m leið í vegg vestan við Nálina (hallandi pillar út úr hömrunum), í efri hluta Búahamra. Byrjar hún á syllu rétt hjá Nálinni og þarf því annað hvort að klifra upp fyrri spönn í Nálinni (dótaleið, sjá ársrit frá í denn) eða gera eins og við gerðum og síga niður á sylluna (og enda uppi þegar klifri er lokið).
Gandreiðin er skráð 5.10a, en ég er á því að hún sé meira í átt að 5.10b-c. Helvíti skemmtileg leið með afar hressandi krúxi og almennri hamingju frá upphafi til enda.
NB. Þar sem commitment faktorinn við að síga niður á sylluna er töluverður, er vissara að skilja siglínuna eftir ef menn eru ekki 100% vissir um að komast upp í topp. 60m lína ætti að duga sem sig- og leiðslulína. Við vorum með 70m og það var yfirdrifið nóg í þetta.
Fjöldi bolta í leiðinni er að mig minnir 8 (og svo þarf eitthvað í akkerið).Þægilegasta niðurleiðin er niður lækjargil austan við Turninn. Smá klöngur niður en að mestu bara gróf skriða. Einnig er hægt að fara alveg austurfyrir hamrana til að fá lengra en þægilegra labb.
Rétt er að benda mönnum á að hafa hjálm meðferðis. Móbergið þarna er svona upp og ofan og brotna annað slagið grip og einkum fótfestur undan klifranum.
Já, og svo er þetta alveg við bæjardyrnar…
[img size=461]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00022_sm.JPG[/img]
Ási að koma upp úr seinni spönn Rauða turnsins1. July, 2009 at 09:38 #54298Siggi TommiParticipant[img size=461]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00033_sm.JPG[/img]
Ási að leggja af stað í Gandreiðina1. July, 2009 at 09:39 #54299Siggi TommiParticipant[img size=614]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00026_sm.JPG[/img]
Strákarnir hressir á toppi Rauða turnsins1. July, 2009 at 13:11 #543012205892189MemberGaman er að klifra, sérstaklega í eðal veðri eins og var í gær, tæplega 20 stiga hita.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.