Búahamrar

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Búahamrar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45880
    AB
    Participant

    Ég og títtnefndur Eyþór skruppum í Búahamra, ásamt Freysa og Ásgeiri. Við Eyþór klifum 55° sem var í ágætum aðstæðum. Freysi og Geiri fóru upp einhverja skoru, rétt austan við 55°. Þeir greina svo frekar frá þeim ævintýrum.

    Einnig eru ágætar aðstæður í Tvíburagili, a.m.k. 2-3 íslínur færar auk spennandi mix-möguleika.

    Úr fjarlægð leit Grafarfossinn vel út.

    Kveðja,

    AB

    #52244
    Freyr Ingi
    Participant

    Eins og Andri segir fórum við Geiri ævintýralega skoru austan við 55 gráðurnar. Þekki ekki nánari deili á henni en hún reyndist prýðis skemmtun þó þunn væri. Hið sama má segja um hinar leiðirnar í B-hömrum, þunnar en allt að koma til.
    Gengum svo niður tvíburagilið og leist svo fjandi vel á eina sprænuna þar að við gengum í málið á meðan Andri og Eyþór gengu niður, enda tímabundnir menn á ferð.

    Tak for leljigheden!!

    Eru menn ekki annars að fara út um helgina?

    FIB

    #52245
    1108755689
    Member

    Stefnir í innipúkahelgi hjá mér. Veikindi að koma upp í famelíjunni. Súrt í broti þegar veðrið er eins og það er.

    #52246
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skoran heitir sennilega “Nálaraugað”.
    Sammála að þetta sé snildar leið.

    kv.
    Palli

    #52247
    1811843029
    Member

    Hefur einhver farið í Grafarfoss síðustu daga? Ætli það sé ekki allt á kafi í snjó…

    #52248
    AB
    Participant

    Palli,

    Leiðin sem þeir fóru var bara 30-40m austan við 55.gr.

    Ég hef reyndar ekki klifrað Nálaraugað en ég veit að sú leið er ekki þarna.

    Kveðja,

    AB

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.