Bouldersvæði í Bjarnarfirði

Home Forums Umræður Klettaklifur Bouldersvæði í Bjarnarfirði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45659
    Siggi Tommi
    Participant

    Á Hnappavöllum um daginn barst í tal eitthvað goðsagnakennt hnullungasvæði (boulder) í Bjarnarfirði á Ströndum (norðan við Hólmavík, rúma 3 tíma frá Sódómu) með grettistökum á stærð við flutningabíla og í þvílíka magninu að það nægði til að slökkva klifurþorsta hálfrar heimsbyggðarinnar á einni nóttu. :)
    Viðmælandi minn vissi því miður voðalega lítið um málið í smáatriðum þó hann hafi flotið með í bíl þangað um daginn. Var því að velta fyrir mér hvort einhver gæti lýst aðkomunni á staðinn í grófum dráttum því við vorum að spá í að kíkja kannski þarna við um verslunarmannahelgina ef veður og tími leyfa.
    Efast ekki um að fleiri en ég hefðu einnig áhuga á að fræðast um þetta nýja svæði.

    Takk fyrir!

    #48882
    Sissi
    Moderator

    Ef einhver ætlar á annað borð að lýsa aðkomu hérna – þá er ég mjög forvitinn með þetta Akranesdæmi sem Freon var að minnast á. Hvar eru Skagamenn að klippa í bolta? Einhver hélt því fram að þetta væri í einhverjum dal í Hafnarfjalli.

    Er þetta eitthvað snjallt / veit einhver hvar þetta er?

    #48883
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, voðalega eru menn eitthvað að fara í felur með svona dæmi. Drífa sig að deila þessu með okkur almúganum svo fleiri fái að njóta þessara tiltölulega fáu svæða sem úr er að velja…
    Til þess er jú þessi síða hélt ég!

    #48884
    2003793739
    Member

    Hjalti R. G. og Björn B. vita allt um Bjarnarfjörð á Ströndum og mæla hiklaust með því. Sjálfur hef ég ekki komið þangað.

    Ég spjallaði við Björn B. um daginn sem fann ásamt Stebba S. S. risa hnullunga aðeins vestar en aðkoman undir Vestrahorni sem væri tilvalið til að kíkja á. Hann talaði um stæstu bouldersteina á Íslandi.

    Endilega að fá líka umræðu um þessa ,,Grindavíkur kletta”. Eru þeir of lágir eða?

    Kv
    Halli

    #48885
    2005774349
    Member

    Eins og fram kom hjá viðmælanda þínum sem þú skildir ekki er fínt búldersvæði í Bjarnarfirði á Ströndum. Þetta svæði hefur ekki verið sveipað neinum leyndarhjúp, heldur hafa allir sem það hafa viljað, fengið að vita allt um svæðið. Þetta eru nokkur lág klettabelti nálægt veginum og ættu ekki að fara fram hjá neinum.
    Í Bjarnarfjörð verður komist með því að aka þjóðveg eitt, Vesturlandsveg norður í land. Hægt er að beygja úr Norðurádalnum til vinstri og aka um Bröttubrekku vestur í dalina. Þar er um nokkrar heiðar að velja til þess að komast norður á Hólmavík (t.d. Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði eða jafnvel Laxárdalsheiði). Að gamni má geta þess að einnig er hægt að komast akandi norður á Hólmavík með því að fara yfir Holtavörðuheiði og halda út Hrútafjörðinn, en það er nú varla jafn gaman. Alla vega þegar að Hólmavík er komið er bara haldið áfram norður og er annaðhvort hægt að keyra beint yfir í Bjarnarfjörð yfir háls þar sem Selkollusteinn er, eða keyra fyrir Kaldrananesið. Að lokum endar maður í Bjarnarfirði.
    Klettarnir vísa í suður.
    Að endingu vil ég brýna fyrir mönnum að ganga vel um landið og virða fuglalíf sem er þarna. Ekki skilja eftir ruslörðu, en borið hefur á því að ansi mikið drasl er skilið eftir á Hnappavöllum. Ekki henda fingrateipinu bara á jörðina og vona að mamma komi og týni það upp. Klettarnir eru nokkuð hreinir og fastir, en eitthvað er um lausar flögur. Mælist ég til þess að fólk taki þá bara í eitthvað annað í stað þess að rífa þær af. Um seinustu helgi var stór flaga rifin ú leiðinni Janusi á Hnappavöllum. Flaga sem engum hafði dottið í hug að reyna að rífa úr leiðinni fyrr en nú, og er þar með orðið ljótt óþarfa sár á klettinum.
    Af svæðinu er enginn leiðarvísir (varla heldur stór nauðsyn) en margt að gera skemmtilegt.
    Allar hliðranirnar bera sama nafn sem er auðvelt að muna “Hinterstursertraverse” (man ekki rétta stafsetningu) og síðan tölustaf. Önnur vandamál eiga líka nafn en ég man ekki nöfnin á þeim öllum. Nöfnin tengjast þau þó öll Eiger Nordvand.
    Sem sagt fjör.
    Ég mæli svo með sundlauginni í Norðurfirði en þar er einmitt annað “leyniklifursvæði”.

    Góða skemmtun,

    Hjalti Rafn.

    #48886
    0311783479
    Member

    Laskaðist Janus við þetta eða er þetta einungis umhverfislýti?

    Sú vísa er sjalda of oft kveðin að ferðast um klifursvæðin okkar, sem og landið, af virðingu. Menn eiga að skilja við það eins og menn komu að því, nema kannski fyrir utan boltana ;o).

    Margir eru að stíga sín fyrstu lóðréttu spor í sumar eftir góðar aðstæður í vetur í Klifurhúsinu og kannski átta sig ekki alveg á því hvernig hlutirnir virka á klifursvæðunum. Því er tiltölulega auðsvarað, þessi svæði eru byggð upp í sátt og samlyndi við landeigendur og gríðarlegum tíma og fjármunum hefur verið varið í að bolta leiðirnar. Þeir sem hafa borið hitann og þungan af því eiga skilið þakklæti okkar hinna sem eigum að sýna það í verki og ganga um leiðirnar af tilhlýðilegri virðingu.
    Svo eru glerílát svo gott sem bönnuð því misvitur maður getur með augnbliks gáleysi rústað heilu sísoni hjá öðrum ef glerbrot fara að valda mönnum skaða.
    Á Hnappavöllum koma menn til að klifra og eiga góðar stundir, betra að dveljast í Skaftafelli og kljást við landverði ef markmiðið er að blóta Bakkus greifa, eins og Kalli Ingólfs benti á í góðum pistli um Sumargleðina 2001 á Hnappavöllum þá á að snúa hreðjarnar undan þeim, þá sérstaklega björgunarsveitagúbbum, sem taka til við að sprengja flugelda þar.
    Klifrarar taka allt sem þeir taka með sér á Vellina til baka, ekki langur akstur á Mýri þar sem ruslagámar eru.
    Og kannski að heilbrigð skynsemi kóveri rest….
    Ef ekki þá hefur Hnappavallalöggan ALLTAF rétt fyrir sér og menn deila ekki við þá Fógeta-feðga – punktur!

    Bara svona létt hugvekja fyrir þá sem eru e-ð í vafa um hvort þeirra hegðun, atferli og framkoma samræmist hefðum á klifursvæðum, fyrir hina þá er þetta bara almennt röfl í mér um gjörsamlega sjálfsagða hluti.

    Góðar stundir
    Halli

    #48887
    2005774349
    Member

    Leiðin sem slík varð ekki fyrir skemmdum, það er að segja að klifrið er óskemmt. En í staðinn er komið ljótt sár rétt í byrjun á leiðinni. Þetta var flaga í byrjun leiðar sem greinilega var laus og menn höfðu hingað til látið vera (og margir öflugir glímt við Janus ;).
    Síðan tókst einhverjum að brjóta væna flís úr byrjun leiðarinnar “Lömbin þagna”, líka flaga sem skrölti aðeins og var ekki fyrir neinum. Viðkomandi einstaklingum þótti hún hinsvegar til trafala og eyddu góðum tíma og orku í að losa flöguna.

    Klifrarar verða aðeins að hugsa og muna að það er ekki hægt að skrúfa klettinn saman aftur.

    Klifrarar hafa fengið að nýta Hnappavallahamranna vegna góðrar umgengni og velvildar ábúenda og landeigenda.
    Við skulum halda því áfram.

    Hjalti Rafn.

    #48888
    2806763069
    Member

    Hvað gerist næst? Einhver af þessum dúbbúm skellir sér í dalinn með nýju borvélina hans föðurs síns og telur sig vera að gera heiminum greiða.

    Vonandi róast menn aðeins við þessi skrif og hætta að reyna sífelt að bæta náttúruna, annars vantar víst alltaf svona fólk í Kárahnjúka!

    #48889
    0311783479
    Member

    Mér sýnist sem það sé ríkt tilefni til að eyða góðu púðri í að predika þessa hluti á námskeiðunum sem klúbburinn heldur, því það er greinilegt að það sem okkur finnst sjálfsagt finnst öðrum óþarfa pjatt.

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.