Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Blautir draumar í Brynjudal
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
7. February, 2009 at 21:20 #47234SkabbiParticipant
Hæ
Við Bjöggi og Steppó renndum inn í Brynjudal eftir að hafa séð áhugaverðar myndir þaðan frá Jósep & co. um daginn. Ferðinni var heitið innst í dalinn en á leiðinni þangað kíktum við á klassíkerana utar í dalnum.
Stóra blauta píkan í Oríon virðist hafa lokast í frostinu undanfarna viku en eftir stendur stæðilegur hólkur, býður eflaust upp á hið áhugaverðasta klifur.
Ýringur leit alveg hreint glimrandi vel út, neðan af vegi virtist efsta haftið vera vel massíft. Fleiri leiðir í klettum og giljum milli Ýrings og Oríon litu vel út.
Innst í Brynjudalnum, sunnan í Múlafjalli er urmull af einkar áhugaverðum leiðum. Sumar þeirra ku bera nöfn af hundakyni, ég kann samt ekki að þekkja þær. Í alla staði er hiklaust hægt að hvetja menn til að skoða þessar leiðir nánar, margar þeirra hafa að geyma myndarlega stöpla og kerti.
Við lögðum bílnum fyrir neðan indíánatjald Skógræktarinnar og skoðuðum í kringum okkur. Hinummegin í dalnum, handan Brynjudalsár sáum við þrjár heiðbláar og forkunarfagrar línur, ákváðum að kanna nánar. Tvær þeirra reyndust býsna stæðilegar, ein hálfgerður rindill.
Allar þrjár voru klifraðar, þær lengri um 30 metra langar, sú stutta losaði varla meira en 15 metra. Lengri leiðirnar voru vel brattar, erfið 4. gráða og stutt en snörp 5. gráða.
Ég blaðaði í gegnum ársritin mín en fann hvergi minnst á þessar leiðir. Ef enginn kannast við að þær hafi verið klifraðar ætla ég að skella inn nöfnum og gráðum þegar ég fæ myndir frá Steppó.
Vert er að minnst aðeins á snjóalög á svæðinu. Þó að ekki sé mikill snjór í brekkunum hefur hann sumsstaðar safnast saman. Víða gengum við fram á stífa skel af foksnjó sem sat ofaná gríðarlega viðkvæmu lagi af sykruðum kristöllum. Við settum stóran fleka af stað fyrir ofan fyrstu leiðina og annan á leið niður í bíl. Hygg ég að þessar aðstæður sé að finna víðar á suðvestur horninu. Hafið það bakvið eyrum.
Góður dagur á Fjöllum!
Skabbi
7. February, 2009 at 21:53 #53739ABParticipantJá, HAHA, ég er löngu búinn að klifra allar þessar leiðir! Ég man að það var yndilegur dagur. O, sei sei. Ég nennti nú ekki að skrá þetta á sínum tíma. O, jæja, en vonandi skemmtuð þið ykkur vel.
P.S.
Leiðirnar heita Kasper, Jesper og Jónatan og gráðast allar WI3+. Þið hafið bara verið eitthvað þungir á ykkur, þetta smáræði nær aldrei 5. gráðu. Þið þurfið bara að æfa meira.
7. February, 2009 at 21:55 #53740ABParticipantNei, vúps, ég var í vitlausum karakter…
Svaka flottur dagur hjá ykkur! Hlakka til að sjá myndir; ég átta mig ekki alveg á hvar þetta er.
Kveðja,
AB
8. February, 2009 at 01:30 #537412308862109ParticipantRenndum 3 inní Brynjudal síðastliðin föstudag einmitt einnig eftir að hafa skoðað flottar myndir frá Jósef og Tómasi.
Fórum innst inní dalinn lögðum við skógræktina og skelltum okkur í leiðir sem eru þar sunnan megin í Múlafjallinu. Mjög stutt labb og fullt af skemmtilegum leiðum. Klifruðum 3 leiðir.Myndir komnar á netið
http://picasaweb.google.com/halldor86/Brynjudalur#8. February, 2009 at 12:17 #537421210853809MemberSnilld,
Þetta eru góðar leiðir og stutt aðkoma. Auk þess sem það skemmir ekki að komast úr skugganum og klifra aðeins í sólinni. Austasta leiðin sem Dóri og félagar fóru (sú seinasta í myndaseríunni) var mjög álitleg síðustu helgi og langaði mig mjög að prófa hana ef að dagsbirtan hefði gefið færi á því. Mjög flott leið.
Eftir að hafa séð æði margar myndir úr Tvíburagilinu frá síðustu dögum varð ég að fara og prófa þetta. Skellti ég mér því seinnipartinn á föstudaginn uppeftir. Við annann mann, ungan dreng úr firðinum, klifraði ég Helvítis fokking fokk og svo Hagsmunafélagsútgáfuna og hafði ég gríðarlega gaman af. Prófaði svo margumrætt Ólympíska félag. Mjög skemmtilega hreyfingar á klettinum en síðra þegar kom í ísinn. Kertið sem flestir hafa klifrað upp að síðustu, vildi mig greinilega ekki. Þagar ég var að draga mig upp á það brotnaði rúmur meter neðan af því og á niðurleiðinni hitti það vinsta hnéið á mér, fyrir litla ánægju af minni hálfu.
Bólgið hné náði þó ekki að draga niður gleðina og var dagurinn gríðar góður og eiga leiðahöfundar hrós skilið.Jósef
8. February, 2009 at 21:25 #53743ÓlafurParticipantLeiðirnar tvær til hægri á þessari mynd hafa báðar verið farnar, veit ekki með þá lengst til vinstri.
http://picasaweb.google.com/halldor86/Brynjudalur#5300227225008524082
Ég klifraði báðar þessar leiðir fyrir margt löngu. Í fyrsta sinn sem ég fór þær var það með Degi Halldórs og síðan (að mig minnir) með Kjartani Þorbjörns (sama vetur, sennilega 94) og fleirum úr HSSR (við héldum ísklifurnámskeið þarna). Ég veit ekki hvort við fórum þetta fyrstir ég og Dagur en finnst það frekar ólíklegt. Báðar voru þó ónefndar þegar við fórum þær en hægri leiðina nefndum við Hvutta. Í þau skipti sem ég hef farið hana hefur hún verið heldur meiri um sig en á þessum myndum (þó megin ísinn hafi ekki náð niður). Þægileg 4 gráða.
Á þessum slóðum er einnig frístandandi kertið Snati sem á það til að hrynja þegar minnst lætur. M.a. einu sinni daginn eftir að það var klifið (þó ekki hafi hlánað). Palli kann þá sögu etv betur en pensjóneraður ísklifrari í Skandinavíu.
8. February, 2009 at 22:52 #53744Páll SveinssonParticipantSnati og Nálaraugað sjást báðar á fyrstu myndini frá Halldóri.
Snati lengst til hægri á myndini og Nálaraugað í svo til miðjum stóra vegnum.
http://picasaweb.google.com/halldor86/Brynjudalur#5300227200896841682Snati ber nafnið eftir hundi bóndans, en hann fór ótrúlega í taugarnar á Einari Stefánssyni þegar hann fór leiðina í fyrsta sinn.
Ég er ekki viss um að fara Snata aftur því hún hrundi daginn eftir að ég klifrðaði hana þrátt fyrir að frostið héldist stöðugt um -10cAftur á móti er Nálaraugar mjög ofarlega á vinsældarlistanum mínum.
kv.
Palli9. February, 2009 at 12:24 #53745Stefán ÖrnParticipantMyndir frá Brynjudal:
http://picasaweb.google.com/stefankri/20090207Brynjudalur#Annars er við ágæta frásögn Skabba að bæta að við sáum inn í Glymsgil úr leiðunum okkar. Var ekki annað að sjá en að fullt af ís væri í stóru leiðinum (Glymur, Þrymur…). Um gæði íss vitum við ekkert…enda dágóðan spotta frá.
Hils,
Steppo9. February, 2009 at 12:56 #53746ÓlafurParticipantÉg þakka auðmjúkur fyrir að þið nefnið eina leiðina í höfuðið á mér.
ó
9. February, 2009 at 15:35 #53747SissiModeratorMenn eru búnir að nefna ágætis prósentu af öllum myndatökum eftir þér (KSASM) þannig að það var kominn tími á þetta.
S
9. February, 2009 at 22:00 #537482308862109ParticipantVið vorum 5 manna hópur sem kíktum inní Glymsgil í gær og var ekkert í aðstæðum fremst í gilinu að minnsta kosti allt mjög þunnt og rennsli undir. Við komumst ekki alla leið þar sem áin var ekki nægilega ísuð. Fórum þó langleiðina og var mikið rennsli í glym og leit ekki vel út þaðan sem við stóðum. Mættum þó í gilinu 2 frökkum sem eru hinngað komnir í 2 vikur til þess að klifra og snéru þeir við á sama stað og við eftir að annar þeirra blotnaði aðeins í ánni.
Ákváðum við að kíkja í Brynjudal og klifruðum við smá þar í norðanverðum dalnumDóri
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.