Á mynd dagsins er maður að draga skíðasleða og í myndatextanum er spurt hvernig púlku er best að brúka.
Ég hef farið í margar skemmri og lengri skíðagönguferðir með margskonar púlkur. Niðurstaðan er að skíðasleði eins og sést á myndinni ber af öllum öðrum tegundum. Þetta er al-íslensk framleiðsla smíðuð af meistara Jóhanni Kjartansyni fjalla- og hagleiksmanni.
Þó langar skíðagönguferðir um hálendi Íslands séu kannski ekki í tísku þessi misserin hjá klúbbnum, þá ætti hver fjallamaður með vott af sjálfsvirðingu að prófa amk. eina.
kveðja
Helgi Borg
