Besta púlkan

Home Forums Umræður Skíði og bretti Besta púlkan

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47063
    0309673729
    Participant

    Á mynd dagsins er maður að draga skíðasleða og í myndatextanum er spurt hvernig púlku er best að brúka.

    Ég hef farið í margar skemmri og lengri skíðagönguferðir með margskonar púlkur. Niðurstaðan er að skíðasleði eins og sést á myndinni ber af öllum öðrum tegundum. Þetta er al-íslensk framleiðsla smíðuð af meistara Jóhanni Kjartansyni fjalla- og hagleiksmanni.

    Þó langar skíðagönguferðir um hálendi Íslands séu kannski ekki í tísku þessi misserin hjá klúbbnum, þá ætti hver fjallamaður með vott af sjálfsvirðingu að prófa amk. eina.

    kveðja
    Helgi Borg

    2724_364.jpg

    #54597

    Um páskana fór ég í gönguskíðaferð um Kjöl og notaði þá margumtalaðan skíðasleða sem ég fékk að láni hjá Halldóri Kvaran. Hún er hrein snilld. Nóg pláss fyrir duffel, bakpoka, tvö einnota grill og örbylgjuofn. Snjóleysi gerði erfitt fyrir að bera saman púlkur vs. sleðan en í þungu færi er það ekki spurning um hvort er betri að draga. Kjálkasystemið virkar fínt og hún lætur vel að stjórn í bratta.

    kv. Ági

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.