Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Best in the West
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
25. April, 2007 at 00:43 #45559SissiModerator
Við félagarnir fórum magnaða ferð á dögunum, með Rúnari Óla í Jökulfirðina.
Eins og margir vita er kjéppinn búinn að fjárfesta í forláta skútu sem ber nafnið Aurora, og siglir með vitleysinga í Jökulfirðina, hvar unaðslegt er að ganga brekkur og skíða niður í nýjan fjörð.
Í nýju fjörðunum er svo Búbbi skipstjóri búinn að koma fyrir hreyfanlega hótelinu okkar og galdra fram einhvurjar ótrúlegar kræsingar. Chili-kræklingur, hvern hefði grunað…?
Mælið meðissu, maður þarf ekki alltaf að setjast upp í einhverja steinolíuknúna rellu með gullmerki, í stöð þeirri er við Leif er kennd, til að skíða og skemmta sér.
Myndir úr okkar ferð: http://www.boreaadventures.com/photos/30/ (hver ætlaði að redda html-inu hérna á vefinn?)
Myndir úr síðustu ferð (tékkið á püdder!): http://www.boreaadventures.com/photos/31/
Ferðasagan úr okkar ferð: http://www.boreaadventures.com/blog/74/
Síðan dvöldum við nokkrir leiðangursmenn á Ísó yfir páskana, skíðuðum í fjallinu og stóðum með birra í hönd á Aldrei fór ég suður á kveldin.
Fórum svo reyndar suður.
Lifið heil!
Sissi
25. April, 2007 at 08:27 #514100703784699Member….þetta lítur út f. að hafa verið þrælgaman. Skemmtilegt að sjá að Snjóbrettamenningin er að tröllríða fjallaskíða menningunni, eða skulum við segja fjallabretta menning?
Get ekki betur séð en að öll 5 split bretti landsins séu þarna með í för, og svo var einn sem gekk á snjóþrúgum sem gera þetta að 6 brettum í 10 manna ferð (f. utan Rúnar Óla) og því hlutfallið hátt hjá brettamönnum…þó einn græjuvitleysingurinn (reyndar tveir þar sem búnaður gekk kaupum og skiptum um borð) hafi rennt sér bæði á hlið og áfram í þessari ferð. Reyndis hann með valkvíða þegar verið var að taka sig til og var með tvöfalt sett af búnaði.
Er ég núna búinn að renna mér loksins á split bretti, sem ég fékk frá Burton og reyndist græjan hin mesta snilld. Mikli betri en ég þorði að vona. Hélt að bakið á snjóbrettabindingunni myndi aftra göngu eitthvað, en svo var ekki. Held meira að segja að þettta hafi verið mýkra og þægilegra að ganga í en fjallaskíðabúnaðinum með stífu skónum og öllu.
Well nóg í bili, vonandi verðið þið pínd meira með sögum úr þessari ferð….er ekki annars að koma út ársrit?
Himmi
Hérna er græjan, http://burton.com/ProductDetail.aspx?pid=19
Og svo má finna allar upplýsingar um þetta á http://www.voile-usa.com/ og má þarna finna video um hvernig þetta virkar.
PPS: Við erum með til sölu 2 auka Interface Kit-i (all unitið sem er til að breyta þessu í göngu bretti ásamt skinnum) til að setja undir SNjóbrettabindingar f. þá sem kaupa sér svona bretti…fæst á c.a. 18.000, eða það sem við greiddum f. það, án tolla og flutnings hingað, þannig að um kostakjör er að ræða. Viðkomandi þarf þá bara að redda sér split bretti sem ætti að vera hægt að fá núna off season á 30.000 +.
26. April, 2007 at 10:52 #51411Siggi TommiParticipantVar einmitt á Ísafirði í stuttri vinnuheimsókn í vikunni.
Enn nóg af ís til klifurs í Naustahvilft og víðar og nógur snjór víðast ofan við miðjar hlíðar.
Verst að ég hafði engan tíma til að fara út í ævintýralandið… -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.