Banff

Home Forums Umræður Almennt Banff

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45820
    AB
    Participant

    Þá er Banff sýningunum lokið í ár. Mér fannst þetta í heildina ágætis afþreying, margar góðar myndir en einnig margar drepleiðinlegar og alltof langar. Strákarnir á hjólunum voru voða klárir en þegar þeir voru farnir að hjóla sömu leiðirnar í fjórða og fimmta skipti fór brúnin að þyngjast á mörgum. Mér fannst kajakmyndin alveg með eindæmum ömurlega leiðinleg og löng en eflaust var hún frábær skemmtun fyrir þá sem stunda það sport. Auðvitað var fjölbreytnin í fyrirrúmi í vali á myndum svo unnt væri að gera sem flestum til geðs.
    Íslensku myndirnar voru áhugaverðar, hvor á sinn hátt og vonandi verður meira af íslensku efni á næstu hátíð. Annapurna myndin fannst mér góð þrátt fyrir að konan hans Jean- Christophe hafi ( eðlilega? ) misst sig í tilfinningapakkann.
    Banff sýningarnar eru frábært framtak og greinilega nægur áhugi fyrir hendi, mætingin sýnir það.
    Hvað fannst ykkur?

    #47823
    0309673729
    Participant

    Já, endilega segið okkur hvaða myndir ykkur fannst góðar, og hverjar hefðu mátt missa sín. Það er gagnlegt að vita hverskonar myndir fólk vill sjá svo við getum valið vel á næsta ári.

    Persónulega fannst mér hjólamyndin seinna kvöldið full löng og Denali-myndin (zzz) alltöf löng.

    #47824
    0703784699
    Member

    Get nú ekki annað en lýst yfir ánægju og vonbrigðum. Ég var ánægður með þessa sýningu í heild sinni, en verð að vera sammála Andra hvað það varðar að sumar myndirnar voru full langar og kvöldin tvö frekar löng, en því til málsbóta er að þetta er nú einu sinni á ári og því vill maður ekki missa af því tækifæri að sjá svona myndir. Íslensku myndirnar voru skemmtilegar á sinn máta, alltaf gaman að sjá myndir af slóðum sem maður kannast við, af heimaslóðum og andlitum sem maður þekkir. Ef þeim íslensku fer að fjölga er það mitt álit að frekar hafa þá sérstak íslenskt kvöld og kannski á öðrum árstíma þá, til að trufla ekki þessa annars ágætu sýningu, þá væri hægt að hafa fleiri erlendar á banff + íslenskt kvöld og þá fáum við meira af svona stuffi. En hafa verður í huga að mynd einsog þessi um Denali var kannski í lengra lagi og þá sérstaklega í ljósi þess að hún var nú ekki með háan adrenalín factor, reyndar fannst mér gaman að sjá þessa mynd en stimpillinn sem ég hef af Banff eru extreme myndir og svona menningar og rólegheitar myndir sér maður annarsstaðar sér til fróðleiks og yndisauka. Nógu lítið sér maður af alvöru action myndum. En eflaust er það vandasamt verk að velja í þetta og ekki öfundsvert (eða ég veit það ekki), en ég held að gott sé að hafa í huga nokkur atriði við val á svona tveggja daga skemmtun, ekki of langar myndir, flestir ef ekki allir eru að koma að sjá Extreme Action myndir með stóru ei og ai, og fjölbreyttnin verður að vera í fyrirrúmi.
    Kayakmyndin var nokkuð góð, en kannski heldur löng.
    Sá ekki betur en að Andri hafi látið sig hverfa þegar Denali myndin byrjaði þannig að hann missti af þeirri “skemmtun”
    Þótt álit “fjallamanna” á “snjóbrettalýðurinn” sé ekki mikið má þó taka þá til fyrirmyndar hvað það varðar að undanfarin ár hafa þeir haldið uppi sýningum á nýjustu snjóbrettamyndunum í Laugarásbíó og meiraðsegja haft ókeypis inn. ER þetta ekki e-ð sem við getum líka gert, og þá haft bara kletta-, grjóta-, mixað- og fjallaklifur. Það mætti meiraað segja halda þetta í húsakynnum Ísalp með myndvarpa=ódýrt. Telemarkklúbburinn og Fjallaskíðaklúbburinn (ef hann er til) redda sínu stöffi eða???
    En einsog Jölli sagði þá væri gaman að sjá meira íslenskt og þá er um að gera að reyna að hafa REC í gangi og taka bara nóg upp.
    En nóg í bili og takk f. mig, Kveðja Himmi sem mætir alveg pottþétt að ári

    #47825
    Jón Haukur
    Participant

    Jamm þetta var æði misjafnt prógram. Það má eiginlega segja að hjólamyndin, kajakmyndin, seinni mix myndin og raunar líka bólder myndin hafi verið allt of langar og mikið um endurtekningar. Mér er eiginlega slétt sama um að sjá Jóa eða Sigga hjóla, bara ekki sömu leiðina grilljón sinnum. Því mætti ráðleggja þeim sem velja myndirnar að taka heldur styttri myndir en lengri. Reyndar fannst mér Denali myndin góð, en hún hefði ef til vill betur átt heima í RÚV kassanum á góðu sunnudagskvöldi.

    Ísfestival 2000 var brilljant og tónlistin var sérlega vel valin.

    Hins vegar mátti varla á milli sjá hvor var í meiri markaðsetningar og kosningahug í ræðumennskunni þeir Jölli eða Stulli, bíð því spenntur eftir sérframboði Klængshólinga.

    En það var mesta furða hvað skrykkildið náði að halda aftur af sér í kynningunum á myndunum fyrra kvöldið, það komu óvenju fáar sögur af fræknum afrekum norðan heiða fyrir margt löngu, hef því nokkrar áhyggjur af því að manninum sé farið að förlast í seinni tíð og það sem verra er, sögubandormurinn virðist hafa á einhvern undarlegan hátt hafa náð að smygla sér úr skrykkildinu yfir í Jölla…

    jh

    #47826
    1709703309
    Member

    Það virðist eitthvað hafa klikkað samlagningin varðandi lengd kvöldsins (þriðjudags). En alveg víst að einhver af þessu löngu myndum hefði mátt missa sín, þá kannski helst hjólamyndin þar sem við höfðum séð smá hjól fyrir hlé.

    Fannst myndirnar fyrir hlé góðar á þriðjudeginum.

    Íslenska myndin og sú sem var tekin á íslandi voru mjög fínar. Ingvar og lið eiga þakkir skyldar fyrir Ísklifurfestivalið, sérstaklega var tónlistin viðeigandi, allavega betri en sönglið í Jökli á trillunni.

    Veit að það er ekki auðvelt að velja myndirnar þar sem einungis er sent örstutt brot af myndunum til að velja úr.

    En í heildina var þetta hin ágætasta skemmtan.

    -SPM-

    #47827
    1709703309
    Member

    Svar til Himma:

    Ein mest spennandi myndin sem hefur verið sýnd hér á Banff er um Rússana sem gengu yfir norðurheimsskautið. Myndin var ein sú mest spennandi sem sýnd hefur verið og var í ca. 30 mín. Ég nagaði neglurnar inn að kviku.

    -SPM-

    #47828
    0405614209
    Participant

    Atsjúúú, halelúja og trallala.

    Halldór formaður

    #47829
    Karl
    Participant

    Tek undir með Stebba að besta mynd sem undirritaður hefur seð a Banf er Russnesk-Slovenska polplampið. Það var einfaldlega vegna hreinnar snilldar i kvikmyndagerð. Hraar “aksjonmyndir” eru til lengdar leiðigjarnar.
    I framtidinni er æskilegt að velja myndir sem fengið hafa hæstu einkunn ahorfanda a kvikmyndahatidinni og þa sem domnend velur besta af öllum flokkum.
    Annars er hleid alltaf mikilvægast… -til að hittast og spjalla…

    #47830
    Ólafur
    Participant

    Komst ekki seinna kvöldið en ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með það fyrra. Þetta er þriðja árið sem ég fer á Banff og mánudagskvöldið var tvímælalaust það slappasta sem ég hef séð. Ég hef oft áður séð myndir í lengri kantinum sem hafa verið mjög skemmtilegar en einhvernveginn var það þannig að í þetta skiptið fannst mér skemmtanagildið í öfugu hlutfalli við lengd myndanna. Kajak- og snjóflóðabjörgunarmyndirnar fundust mér fremur leiðinlegar. Annapurna myndin var líka vonbrigði: Leiðinleg mynd um mjög áhugavert efni. Hinar myndirnar voru fínar. Sérlega gaman að myndinni hans Jölla.

    Annars stóð algjörlega uppúr stórskemmtileg ræða Sturlu Böðvarssonar sem lék á alls oddi. Hláturrokur gengu um salinn og menn og konur tóku ýmist bakföll ellegar engdust um í sætum sínum.

    Þakka annars gott framtak. Held að Banff sé búið að vinna sér fastan sess. Woddy Allen gerir heldur ekki alltaf góðar myndir.

    #47831
    1310665899
    Member

    Fyrir þá sem fíluðu hjólamyndirnar vil ég benda þeim á að það er væntanleg í kvikmyndahús mynd sem þeim á örugglega eftir að líka mig minnir að hún heiti “Jackass The movie”

    #47832
    1008774499
    Member

    Það voru nokkrar myndir sem mér finnst að mátti sleppa ! en mér finnst að það mætti vera meira um “hættulegar” myndir, þá er ég að tala um myndir eins og sóló klifur, b.a.s.e., down hill og svo eru myndir sem er kannski ekki boðið s.s brimbretti, fallhlífastökk, sandbretti, skímbat og annað sem er stundað á mikklum hraða. En ég held að Banff sé hugsað sem “mountain film festival” svo það er kannski takmarkað hvað er í boði. Ég get aðeins tala fyrir mig, en mér finnst vanta EXTREME myndir, eða jaðarsport myndir þar sem hraðinn er mikill, og það er mikill kostur að vera með myndir um sport sem ekki “margir” stunda, þó að það hafi verið nokkrar góðar, en léleg myndataka getur skemmt myndina, svo að…….

    Vonandi verður næsta ár hraðara og hættulegra !

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.