Axarblöð – piranha

Home Forums Umræður Keypt & selt Axarblöð – piranha

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46818
    1306795609
    Member

    Eru ekki allir farnir að raða dótinu fyrir veturinn? Mig vantar blað í hina sígildu Simond Piranha öxi (þá grænu/bleiku) fyrir félaga hérna fyrir vestan. Þetta er væntanlega til í miklu magni í geymslum svo nú er um að gera að hafa snör handtök og koma rykföllnu dóti aftur í umferð.

    Jibbíkóla!

    #51762
    Robbi
    Participant

    Risaeðlurnar dóu út og ég held að Piranha og hennar fylgihlutir séu líka að deyja út………..ef þetta er ekki bara útdautt nú þegar ;)

    Með bjartsýnis kveðjum
    robbi

    #51763
    2303842159
    Member

    hmm Robbi… hvar eru plastskórnir?

    hóst Risaeðla hóst hóst!

    kv Haukur

    #51764
    1003842569
    Member

    það var hægt að kaupa blöð í piranha í útilíf í Glæsibæ í fyrra á 800kr stikkið og líka blöð í naja og pulsar. líklega eitthvað sem hefur týnst inná lager í nokkur ár…
    held annars að intersport sé með umboð fyrir simond, kannski geta þeir pantað blöð.

    #51765
    0703784699
    Member

    ….hafði samband beint við Simond f. 2-3 árum og keypti blöð í Nöjuna mína og keypti í leiðinni blöð í Piranha f. félaga minn Óla Hauk….minnsta mál, greiðsla í gegnum banka og sent heim.

    Svo má ath með http://www.cham3s.com og senda þeim fyrirspurn, þeir gætu eflaust reddað þessu f. þig.

    Ég er með email hjá gellunni sem bjargaði mér á sínum tíma, get komið meilnum á þig ef þú smellir meil á himmigimp@hotmail.com

    Held annars að málið sé frekar að fljúga til USA og fara í innkaupaleiðangur. Þú færð nýjar axir og brodda f. minna en eitt stykki exi hér á landi, og dollarinn er bara að lækka….

    kvGimp

    #51766
    1306795609
    Member

    Þakka Hauki, Snæbirni og Gimp gagnleg og skemmtileg svör. Við robba vil ég segja þetta: Það vantar allt http://www.reddumthvi.is í þig. Gamall gír er ekki vesen heldur lífstíll. Maður kaupir sér ekkert nýtt fyrr en það gamla rifnar eða brotnar og þá kaupir maður auðvitað nákvæmlega eins!

    #51767

    Piranha eru snilldar axir.

    Eini gallinn við þær var hversu mikið maus er að skipta um blöð miðað við Black Diamond og Charlet Moser. Svo festust blöðin svo gríðarvel í ísnum að það gat verið vandamál að ná þeim út (sem eitt sinn endaði með brotinni tönn). Samt frábær balance í sveiflunni og allt það. Ég held ég eigi enn auka hamar á Piranha ef einhvern langar að losna við hyrnuna.

    kv. Ági

    #51768
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ef einhvern vantar Piranaha þá henti ég einni í hilin fyrir neðan Glym fyrir nokkrum árum.

    kv.
    Palli

    #51769
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég fann tvö gömul notuð blöð sem þú getur fengið ef þú nennir að sækja þau.

    kv.
    Palli

    #51770
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, gamalt er svo sannarlega gott og gilt.
    Scarpa Vega plastskórnir eru snilld og gömlu Charlet Moser Axar tólin mín eru tær snilld.
    Reyndar er ég núna búinn að skipta hvoru tveggja út en vil ekki heyra að menn séu að dissa gamla stöffið. Þetta verður geymt í innsigluðum umbúðum í geymslunni fram að dómsdegi þegar nútíminn verður að truntu…

    Hvernig er það, væri ekki ráð að nýta Ísalp aðstöðuna til að hýsa meira af gullaldarbúnaði?
    Ekki nóg að hafa einhverjar stríðsáragræjur eins og tréaxir og bambus-snjóþrúgur. Koma rússnesku títaníumskrúfunum, rekskrúfum, ryðguðum fleygum, Piranha, Vega og öðrum aflögðum græjum sem hafa skipað stóran sess í sögu fjallamennsku og klifurs á landinu gegnum áratugina. Gömlu refirnir hljóta að vera til í að lána eitthvað af þessu stöffi í þágu sagnfræðinnar…

    #51771
    1306795609
    Member

    Takk fyrir það Palli ég þygg blöðin og set mig í samband við þig við tækifæri. Ég veit hvar þú át heima…

    …nei ég hef raunar ekki hugmynd um það.

    #51772
    0703784699
    Member

    ……Landsbjörg er að vinna í að safna saman í björgunarsafn, sem gæti vel hýst gamla dótið þitt til að sýna arfleið þína í fjallamennsku, gæti sómt sér vel þar og aldrei að vita nema þeir setja upp svona safn, nema Ísalp hafi áhuga á að gera svipað bara með meira áherslu á fjallamennskuna eingöngu,

    :)

    #51773
    Freyr Ingi
    Participant

    Já, Himmi Ísalp hefur nefnilega lúmskan áhuga að safna að sér “gömlum” (best að tala varlega þar sem sumir eru enn að nota gamlar græjur) klifurtólum.

    Spurning um að taka á móti safngripum á næsta myndakvöldi klúbbsins en þar mun ætlunin vera að einblína á gamlar og nýjar myndir af ísbrölti.

    Freysi

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.