- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
21. February, 2003 at 08:43 #46637Jón HaukurParticipant
Sælt veri fólkið, Ísalp ársrit síðasta áratugar er á leið í umbrot í í dag. Okkar vantar ennþá forsíðumynd. Ef einhverjir luma á góðum myndum eða þá hafa skoðun á því hvernig mynd á að vera á forsíðunni væri mjög gott að fá slík komment hér og nú þannig að við þurfum ekki að hlusta á nöldur ákveðinna stétta um að verið sé að gera einum armi fjallamennskunnar hærra undir höfði en öðrum.
jh
21. February, 2003 at 09:36 #477470309673729ParticipantÉg styð eitthvað af þessu þrennu — skilyrðislaust mynd frá Íslandi!
Grjótglímumynd
Stigaklifurmynd
Telemarkmynd21. February, 2003 at 10:53 #477480902703629MemberBíðum nú við!
Hvar endar þessi óendanlegi hroki í garð annarra skíða- og brettamanna, – sem eru jú meirihluti landsmanna. Nægir ekki að segja “skíðamynd” þarf að gera Telemarkinu hærra undir höfði? Vissulega er telemark íþrótt sem sækir á og ef til vill stundar meirihluti félagsmanna Ísalp laushæla og lausbeislaða skíðamennskuna sem ættuð er frá frændum vorum Norðmönnum. En hinu má ekki gleyma að stór hluti fólks stundar skíða- og brettamennsku af ýmsu tagi og frá mínum bæjardyrum séð er munurinn á þessu fólki og TELEMÖRKURUM sáralítill.
Ég styð eindregið tillöguna um grjótglímumynd, stigaklifurmynd eða skíðamynd, og ég móðgast ekki ef það verður telemarkmynd en mér finnst allt í lagi að benda á að telemark er þegar öllu er á botninn hvolft skíðamennska. – Þó að margir telji íþróttina heyra undir annan flokk, – trúarbrögð. En þá er maður kominn út í aðra sálma. Hallelúja!
21. February, 2003 at 11:39 #477491705655689MemberMér lýst nú ágætlega á myndina af Kalla, þá ætti enginn að móðgast.
21. February, 2003 at 12:11 #477500309673729ParticipantÉg er á því að forsíðumyndin eigi að vera af sporti sem ÍSALParar stunda. Þegar brettagarpar fara að sýna sig innan raða ÍSALP í auknum mæli, og þegar þeir fara í auknum mæli á fjöll, en ekki bara á skíðasvæðin — þá fyrst eiga þeir erindi á forsíðu ársritsins.
Svo var það hetjan okkar hann Haraldur Örn — hefur hann unnið sér inn heiður að forsíðumynd?
Að auki finndist mér kostur ef að forsíðumyndin væri í fókus að þessu sinni.
21. February, 2003 at 12:42 #477510311783479MemberHvernig væri að hafa svona “alpínista”-mynd, ættaða úr einhverjum glæsilegum fjöllum t.d. úr Andes-ævintýri þeirra Sigga, ÓlaRagga, Ívars og Rúnars?
21. February, 2003 at 13:02 #47752SissiModeratorÉg treysti nú því að menn munu finna flotta mynd á forsíðuna og finnst nú reyndar bara spurning um að finna nokkrar góðar og velja svo úr eftir gæðum.
Hitt er annað mál að mér finnst þessar dylgjur í garð okkar brettamanna FÁRÁNLEGAR. Ef þið haldið að allir sem renna sér ekki á einhverjum prikum með hælinn út í loftið nenni ekki að labba á fjöll er alvarlega farið að slá saman hjá ykkur strákar.
Brettamenn eru ekki bara bólugrafnir unglingar sitjandi á rassgatinu með sígó uppi í Bláfjöllum.
Þetta er risavaxið sport og ég leyfi mér að fullyrða að það eru mun fleiri brettamenn að klifra og renna sér flottar línur en telemarkarar (enda 50-100* stærra sport). Spurning um að hlúa að þeim og lokka þá í klúbbinn í stað þess að skjóta á þá.
Taggfyrir.
Sissi
21. February, 2003 at 14:18 #477532510815149MemberÆ, voða er þetta e-ð viðkvæmt allt. Skiptir þetta einhverju máli hvað og hver verður á þessari forsíðu svo lengi sem það er mynd sem er vel tekin og lítur vel út.
Annars vil ég nú helst hafa Klettamynd af manni í five-ten skóm og með hælinn út í loftið….. ekki einhvern með hælana niður með prik í höndunum að klifra svell…
21. February, 2003 at 14:46 #477540912812959MemberEin hugmynd! Það er hægt að fá einhvern flinkan tölvugúru, grafískan hönnuð eða prentsmið til að sníða mynd á forsíðuna þar sem vinna á með :
Grjótglímumynd, Stigaklifurmynd og Telemarkmynd.
Þetta er pæling…21. February, 2003 at 15:32 #477552806763069Membereruð þið ekki að grínast??
Var þetta umræðuefini bara til að koma af stað rifrildi?Auðvitað verður forsíðumyndin af Rúnari Óla með Reinhold Messner. Halló! Er ekki í lægi með ykkur?
21. February, 2003 at 16:28 #47756Jón HaukurParticipantEn hvað með einhvern frýgjarnan portrett eins og var framan á Björgun fyrir jólin? Það væri nú í anda Rock&Ice og fleiri blaða?
jh
21. February, 2003 at 22:07 #47757ABParticipantJa hérna. Sissi er greinilega að missa sig algjörlega. Gaman að því. Það er rétt að óþarfi er að vera með dylgjur í garð brettafólks, en ég held nú að meginþorri Ísalpara sé ekkert að agnúast út í brettin og brettafólk. Hins vegar er það staðreynd snjóbretti hafa ekki hingað til tengst fjallamennskunni eins sterkum böndum og telemark og fjallaskíði af þeirri einföldu ástæðu að bretti eru þung í burði ( þungar byrðar=leiðindi) og henta ekki vel til uppgöngu fjalla þó að sjálfsögðu megi axla plankann og þramma af stað. Ekki mundi ég nú samt vilja klifra bratt, með brettið á bakinu.
Það þýðir ekkert að vera í fýlu þótt þróun íslensks fjallamennskusamfélags sé á því stigi að telemark er stærri hluti þess en snjóbretti.
Annars er lang skemmtilegast að klifra….
Ég læt eina stöku fljóta með:Telemark er tussusport
tilgangslaust á fjöllum.
Slappleiki af þeirri sort
skemmtir ekki öllum.Þar með hef ég væntanlega fyrirgert rétti mínum til að mæta á Telemarkfestivalið. Amen.
22. February, 2003 at 17:30 #47758Jón HaukurParticipantÍbbi harðkorna var líklegast sá eini sem sá í gegnum plottið. Það er greinilega ennþá lífsmark á þessum vef, en ekki bara hátíðlegar yfirlýsingar stjórnanda klúbbsins og annað taut yfir heldur aumingjalegar aðstæður fyrir sportið um þessar mundir sökum gróðurhúsaáhrifa.
Það var hins vegar eins og vænta mátti margir sem höfðu skoðun en enginn hefur skilað mynd ennþá. Þannig að við tökum líklegast björgunarjólasveininn og setjum ísalp merki á derhúfuna hans og klakadrjóla í skeggið og þá er þetta barasta í höfn.
að eilífu ekki amen
jh
e.s. hitti Olla í Bláfjöllum áðan í öngum sínum yfir því að enginn skildi hafa nennt að þramma Eilífsdalinn með honum, hvar er nú æska þessa lands.
24. February, 2003 at 10:21 #477591709703309MemberÉg hefði helst viljað sjá mynd af Rúnari Óla með sleif í hendi bograndi yfir gúllasréttinum sem hann flamberaði handa þeim fáu sem komu á íklifurfestivalið í fyrra. Uppskriftin yrði svo auðvitað útlistuð á fyrstu opnu blaðsins. Að borða er hvort sem er það eina sem hægt er að gera þessa daganna.
Hilsen pilsen,
Stebbi
24. February, 2003 at 11:35 #47760SissiModeratorHehe – fyndið plott.
Annars sé ég núna að það er hommalegt að vera á bretti, jafnvel þó að það sé hægt að setja skinn á split-board og labba á þeim, jafnvel þó að það sé þess virði að burðast með þau klukkutímum saman því það er miklu skemmtilegra að renna sér til baka, og lofa að fá mér telemark við fyrsta tækifæri. Brettin fóru í ruslagáminn í gær og nú verður bara gore-tex og sveifla í fjallinu sko!
Annars væri nú gaman að sjá nokkra kandídata fyrir forsíður hér á vefnum. Og bara myndir frá mönnum almennt.
Telemarkkveðjur,
Sissi -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.