Nú fer að líða að lokun efnistaka vegna ársrits fyrir síðasta ár.
Til stendur að koma sneplinum út í sumarlok líkt og undanfarin tvö ár.
Lokafrestur til að skila inn myndum, greinum eða öðru hnyttnu er 1. ágúst (verslunarmannahelgi)!
Gerið ykkur að ódauðlegum pennum (eða klifurhetjum) með því að skrá afrek ykkar eða annarra á söguspjöld íslenskrar fjallamennsku. Enginn vettvangur er betri til þess en ársrit Ísalp!
Efni sendist á ritnefnd(hjá)isalp(.)is eða beint á
skabbi(hjá)gmail(.)com eða hraundrangi(hjá)gmail(.)com
Fh. ritnefndar
Sigurður Tómas og Skarphéðinn