Ársrit 2022 (gefið út 2023)

Home Forums Umræður Almennt Ársrit 2022 (gefið út 2023)

  • Author
    Posts
  • #83356
    Sissi
    Moderator

    Langar að þakka ritnefnd og öðrum fyrir einstaklega glæsilegt ársrit.

    Þetta brot er mjög flott, flottur pappír sem gerir myndir stórgóðar og flottar greinar. Ég las greinina hans Rafns um El Capitan um helgina og hún er virkilega góð. Ekki síst ef maður hugsar til þess að flestir klifrarar hafa trúlega lesið ógrynni af greinum og horft á allskonar myndbönd um The Nose, en samt er greinin mjög áhugaverð fyrir lesandann og heldur manni vel við efnið. Fersk sýn á lífið í veggnum.

    Las einnig greinina hennar Andreu, fannst hún líka góð og lýsa vel listinni að beila og ekki síst að horfa á beil réttum augum, að hafa rétta hugarfarið. Í mínum huga eru beil mikilvæg og í rauninni mætti í sumum tilfellum líta á þau sem síst minna afrek en að halda áfram þar til komið er í óefni.

    Hlakka til að lesa restina.

    Sissi

    #83937
    Halldór Fannar
    Participant

    Takk Sissi! Gaman að heyra þetta. Ristjórnarstefnan hjá okkur var að sýna þá breidd sem við erum með innan ÍSALP en reyna janframt að birta áhugaverðar greinar, þ.e.a.s. góðar sögur sem innihalda mikilvægan boðskap. Þannig náum við vonandi til fleiri lesenda.

    Þar sem ég er með talsveraða fullkomnunaráráttu þá fannst mér nokkrar myndir prentast óþarflega dökkar þó ég hefði tekið rennsli yfir þær allar og lýst þó nokkrar, þar sem ég bjóst við því að þær mundu dökkna eilítið í prentun. Mér finnst líka að það sé hægt að þétta textann í næsta ársriti, núna þegar brotið er orðið stærra. Mér fannst textinn orðinn of smár í fyrri ritum, sérstaklega eftir að sjóninni fór að hraka! Nú fannst mér við fara kannski helst til langt í hina áttina með þetta.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.