Antafjallstindur og Káratindur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Antafjallstindur og Káratindur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46229
    Stefán Örn
    Participant

    Við félagarnir, ég og Freyzi, skelltum okkur í Öræfin nú um helgina. Takmarkið var að klífa Antafjallstind í Fjalljökli í austanverðum Öræfajökli. Skv. okkar upplýsingum hafði það ekki verið gert síðan 1989, af þeim Leifi Erni og Hjörleifi, og því löngu kominn tími á að e-r prófaði þetta.

    Á laugardag stóðum við svo á tindinum eftir um 8 tíma brölt frá tjaldstað í ljómandi fínu veðri. Til að kóróna daginn gengum við einnig á Káratind sem er þarna steinsnar frá.

    Þetta er fantafín leið upp á fallegt fjall, sem vonandi fær fleiri heimsóknir á komandi misserum. Við piltarnir mælum með þessu. Fullt af óklifruðum línum þarna sem bíða heimsókna.

    Setti inn myndir hér: http://gallery.askur.org/album519. Nú væri gaman að vita hvort þetta sé ný leið eða sú sama og fyrstu uppáferðararnir fóru.

    Hils,
    Steppo

    #50464
    Sissi
    Moderator

    Gríðarlega töff ferð og myndir. Hefði verið gaman að standa þarna með ykkur piltar.

    Siz

    #50465
    0203775509
    Member

    Kirfilega

    #50466
    AB
    Participant

    Keppnis og fullorðins.

    AB

    #50467

    Töff stöff.
    ági

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.