Tagged: Alpar námskeið chamonix
- This topic has 1 reply, 2 voices, and was last updated 8 years, 6 months ago by Þorsteinn Cameron.
-
AuthorPosts
-
3. July, 2016 at 22:40 #61829Sigurður RagnarssonParticipant
Góða kvöldið!
Deili hér myndum og smá ferðasögu frá 10 daga ferð minni til Chamonix dagana 15.-25. júní.
Hef lengi langað að kíkja í alpana í klifur og í janúar þegar ég sá fram á að missa af ísklifurseasoninu vegna anna í skólanum ákvað ég að slá til. Á þeim tímapunkti fann ég engann með mér svo ég fór að leita á internetinu eftir góðu námskeiði til að fara á, datt niður á fyrirtæki í Chamonix að nafni Mountain Spirit Guides sem býður upp á margvísleg námskeið og ferðir þar á meðal eitthvað sem heitir Advanced Alpine Course.
Með nánasar líferni á seinustu önn, góðum stuðningi vinnuveitandans Glacier Adventure og Verkalýðsfélagsins Afls gat ég skrapað saman í einkanámskeið.
Í stuttu máli var námskeiðið 6 dagar þar sem ég var einn með IFMGA/UIAGM ofurhetjum og var fókusinn settur á að bæta efficiency í klifri sem og læra að klifra eins og maður í þessu skemmtilega landslagi sem við höfum ekki hérlendis. Það sem ég fílaði í botn var að ég fékk að leiða nánast allt sem við klifruðum, þó að gædarnir bentu mér nú góðlátlega á svona þegar ég klifraði eitthvað lengst út úr leið eða var að gera eitthvað í brækurnar. Aðal gædinn minn á námskeiðinu var hinn austurríski Wolfgang HuberLeiðirnar sem við fórum voru flestar í flokknum frekar auðveldar og últraklassískar
Dagur 1: Fimm 2-3 spanna leiðir niðri í dalnum, flestar léttar erfiðasta var 5c minnir mig.
Dagur 2: Suð-austur hryggurinn á Aiguille L’Index (AD- 4c/A0 ) Skemmtileg klifurbrölt í stífum skóm og slyddu.
Dagur 3: Hinn últra klassíski Cosmiqe Arete. Vildi svo óheppilega til að á sama tíma var Arcteryx Alpine academy með fullt af fólki þar og þurftum við að bíða mega lengi í biðröð við seinasta haftið sem reyndist einu teyminu ofviða. Mikill snjór er á svæðinu svo sum höftin þarna sem vanalega eru eitthvað smá klettabrölt voru nú bara snjólabb.
Dagur 4: Fórum Mani Puliti (5b) í Aiguilles Rouges sem er sport leið, en við klifruðum hana í tradi til fá meira út úr leiðinni námslega. Þennan dag var ég með hinni sænsku Evu Eskilson
Dagur 5: Stefnan var sett á einhvern hrygg stutt frá Brevent, Clotche clotcheton eða eitthvað svoleiðis næs leið með mikið af stuttu klifri og sigi, en beiluðum í approachinu vegna rigningar.
Dagur 6: Skruppum yfir til Ítalíu og tókum kláfinn þar og fórum Aiguille d’Entrèves Traverse (AD- 5a) Skemmtilegt exposed granítklifur/brölt í stífum skóm og broddum.
Dagur 7: Auka dagur vegna cancelsins. Þá fór ég með bandarískum gæd að nafni Danny Uhlmann og sænskum lærlingi að nafni Johanna Stålnacke. Þessum degi var eytt á suðurfésinu á Aiguille du Midi. Stefnan var upphaflega sett á hina klassísku Rebuffat, en í henni voru frönsku gædasamtökin með námskeið svo við nenntum ekki að bíða í röð og fórum því í aðra leið, Kohlmann (TD+ 6c/A0). Þessi leið var svona alvöru stöff svo ég leiddi ekki neitt heldur fékk bara að elta sem var engu að síður frekar næs, enda eðal sprunguklifur og gaman að sjá hvað spottavinnan hjá gædunum var eitthvað fullkomin.Hinir dagar ferðarinn fóru aðallega í að kaupa allt of mikið af einhverju dóti í öllum útivistarbúðunum sem og einn dagur fór í sportklifur með Vestmannaeyingunum Bjarti og Bergi. Sá dagur var ekki síður skemmtilegur enda yndislegt að fljúga bara í 3,5 klst og vera allt í einu farinn að klifra 2 gráðum erfiðara en á Hnappavöllum.
Ps, gaman væri að fá einnig myndir frá Team Vestmannaeyjum og einnig ef einhverjir fleiri hafa verið/eru/verða þarna úti í sumar. Gott pepp fyrir okkar hin enda klifursumarið rétt að byrja á Íslandi!
Myndir má sjá hér á minni facebook síðu (textinn við myndirnar reyndar á ensku en tala það ekki allir nú til dags 😉 )
https://www.facebook.com/profile.php?id=1545116852&sk=photos&collection_token=1545116852%3A2305272732%3A69&set=a.10210025972116266.1073741845.1545116852&type=3&pnref=storyFleiri myndir af námskeiðinu, teknar af gædunum má svo sjá hér
https://www.facebook.com/MountainSpiritGuides/photos/?tab=album&album_id=10153575752131631Áfram ÍSALP!,
Siggi R4. July, 2016 at 19:39 #61830Þorsteinn CameronKeymasterFlott trip report! Kohlmann lúkkar verulega flott!
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.