Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Afrek helgarinnar?
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
21. January, 2008 at 10:25 #46889ABParticipant
Ég geri fastlega ráð fyrir að einhverjir hafi nýtt góðviðri gærdagsins til klifurs, eða hvað?
Kveðja,
AB
21. January, 2008 at 10:34 #522552301823299MemberÉg og Arnar kíktum í Glymsgil á laugardaginn, fórum upp Krók í frekar þunnum ís, en annars skemmtilegt klifur. Vantar ennþá herslumuninn á að þetta fari allt í góðar aðstæður.
kv,
Óðinn21. January, 2008 at 10:50 #522562008633059MemberFyrst minnst er á Glymsgil, þá stefnir auðvitað í að það verði heimsfrægt (kannski líka frægara en Box Canyon í Ouray) sbr. þessa grein í janúarhefti Outside Magazin:
http://outside.away.com/outside/destinations/200801/ice-climbing-glymsgil-iceland.html
21. January, 2008 at 11:02 #52257SkabbiParticipantHæ
Eftir árangurslítinn eltingaleik við snjóinn á laugardaginn (tvöþúskall fyrir eina ferð í diskalyftinnu, sæll?!) var ákveðið að snúa sér að fastari miðli.
Við keyrðum því fjórir, ég, Bjöggi, Gulli granít og Robertino, til Grundarfjarðar og ætluðum okkur stóra hluti í Mýrarhyrnunni daginn eftir.
Að sjálfsögðu var ákveðið ræs í bítið og tekin stuttur hringur á alla bari bæjarins.
Gangan inn eftir tók ögn lengur en ráð var fyrir gert. Er þar helst um að kenna gríðarlegu fannfergi sem plagar Grundfirðinga þessa dagana. Bjöggi og Gulli ákváðu að stefna á svokallað Þvergil fyrir miðri Hyrnunni. Mjög löng stölluð leið sem nær upp í stóra skál og þaðan alla leið upp á topp. Leiðin hefir ekki verið skráð í annála Ísalp en mér þykir ekki ólíklegt að e-r hafi farið þar upp, allavega höfum við Björgvin gert tilraun til þess áður. Þá flúðum við með skottið milli lappanna þegar efri hlutar leiðarinna ákváðu að bregða sér bæjarleið í eftirmiðdagssólinni.
Allvegana, við Robbi héldum göngunni áfram í átt að “alvöru” leiðunum. Fyrsta skráða leiðin sem við sáum liggur djúpt og hátt inní gjá í fjallinu. Leiðin sú mun heita Abdominal og hlýtur að vera meðal formfegurri ísleiða á landinu. Enda vorum við ekki lengi að ákveða okkur. Klifrið var magnað, brothætt blómkál neðst upp í svert kerti sem leiddi í lítinn helli sem við settum stansinn í, full 55 metra spönn. Seinni spönnin var ennþá mergjaðri, akróbatískar teygjur á milli stórra regnhlífa, aðrir 55 metrar upp í íshrímað snjógil. Hugsanlega hefði verið hægt að troðast áfram upp snjógilið í skál þar fyrir ofan en við mátum það svo að hér væri leiðin sjálf búin. Sigum niður og skoðuðum hinar skráðu leiðirnar sem eru hver annari magnaðri. Mátum það svo að það tæki því ekki að byrja á nýrri leið enda farið að skyggja. Á leiðinni að bílnum sáum við að strákranir voru enn hátt uppi í sinni leið. Þeir snéru við eftir 5 spannir, enda fór það svo að þeirra dagur var mun lengri en okkar.Mýrarhyrnan er magnað klifursvæði sem geymir enn margar óklifraðar leiðir. Gistum á farfuglaheimilinu á Grundarfirði fyrir spottprís. Lókallinn tók okkur með opnum örmum (“Ef þið hefðuð látið vita með smá fyrirvara hefði ég getað hringt út kellingarnar!”)
Mælimeðessu
Allez
Skabbi
PS. Ég hefði tekið myndir en ég átti engan kubb.
21. January, 2008 at 11:17 #52258gulliParticipantFrábær dagur í gær … ekki nógu sprækur til að vinna allar myndir í gærkvöldi en hér er smá “teaser”:
http://grettisgata.eitthvad.is/myrarhyrna2008
Kv,
Gulli21. January, 2008 at 14:06 #522590703784699Membersést nú lítið á þessari einu mynd….en veturinn 98 þegar fyrsta ísklifurfestival Ísalp var haldið, fórum við Jón Heiðar upp þetta gil, svo best ég viti fyrstir enda hafði enginn klifrað þarna áður en festivalið var haldið þarna. Næsti maður á eftir okkur var Christophe Moulin franskur klifrari ásamt einhverjum ræfils ljósmyndara sem klifraði með messenger bag, og Manu Ibarra að mig minnir. Náðum síðan niður í Econoline-inn hans Einars Öræfing í tíma til að halda heim á leið eftir frábært festival.
Minnir samt að Olli hafi haldið vel utan um allar klifraðar leiðir og einhversstaðar sá ég þetta hjá honum á netinu eða annarrstaðar. Veit síðan ekki hvað varð um það….línurnar vinstra megin við gilið voru margar klifraðar…..ekki allar uppá topp þar sem við vorum seint á ferð. Einar Ör og Dabbi tóku eina, Símon og AmaDablam gengið tóku eina og man ekki hverjir fleiri , en E+D voru svona lengi því þeir toppuðu alveg uppá brún meðan flestir sigu til að ná í tíma heim.
Kv.Himmi
PS: hérna er eitthvað sem ég fann á netinu, http://www.terragalleria.com/mountain/info/ice/iceland.html
21. January, 2008 at 14:14 #522600112873529MemberFórum fimm guttar í Grafarfoss á Sunnudaginn. Ísinn var ekki góður frauðkenndur og mjög kertaður. Ég og Trausti birjuðum á Grana en Geiri, Dóri og Jón fóru í Grafarfossinn. Grani leyt bara vel út úr fjarska en þegar nær var komið var útlytið ekki svo gott mjög þunnur og frauðkenndur. Beilaði þegar ég var kominn uppfyrir bungurnar vinstramegin. Skelltum okkur síðan í Grafarfossinn til strákana og var það bara asskoti hressand.
Kv Danni fresher
Myndir http://www.123.is/album/display.aspx?fn=danni&aid=9112
21. January, 2008 at 14:41 #52261AnonymousInactiveHimmi! Hvar í ósköpunum fanstu þetta?? Var búin að steingleyma þessu. Varðandi Grafarfossinn þá er alveg óhætt að vara fólk við honum þegar sól skín eins og hún gerði um helgina. Ef þið ætlið upp er betra að vera kominn þarna í fyrri kantinum og vera komnir upp áður en sólin vermir ísinn. Sólin breytir ísnum í frauðkent efni sem getur verið ansi varasamt. Sérstaklega á þetta við orginalinn(lengst til hægri í leiðinni) þar sem brúnin er mjög oft frauðkent og tortryggð.
Nú á að koma eitt hlákuskot og svo frystir strax á eftir og er þetta það besta sem getur gerst í stöðunni. Mikið af snjó sem bráðnar og nóg framboð á vatni og svo frýs allt draslið. Nammi namm!!!
ísklifurkveðja Olli21. January, 2008 at 15:35 #522620703784699Memberhmm…man það ekki…og ekki hvað langt er síðan. En sá þetta bara með Haukadal…aldrei Mýrarhyrnu. Þar voru einhverjar leiðir skráðar einsog M6 sem Jeff fór…..var þetta ekki á netinu…og leiðin sem þú og Palli fóruð þar við hliðiná 4+ eða meira og svo leiðin sem ég og Jón fórum þar við hliðiná þennan fimmtudag og fyrsta dag festivalsins. Svo lengst til vinstri í því gili var leiðin hans Guy Lachelle og Ísfirðingurinn hélt í spottann sem var nú óþarfi því hann setti bara upp stansinn að undanskilinni einni skrúfu sem fór inn um miðbik leiðarinnar í næstum fullri spönn.
En já var þetta ekki skráð á netinu einhversstaðar? Rámar í að hafa fengið þann link hér umræðusíðum ísalp. En það var bara fyrir haukadal, en þar sem þetta var í sömu ferð bjóst ég við að Mýrarhyrnan væri á svipuðum slóð-um. Var þetta kannski í Ársriti?
Skal reyna að googla og sjá hvað setur…en man síðan bara eftir því að þú hélst á blaði og blýanti allan tímann á þessu festivali og spurðir alla gaumgæfilega hvað þeir klifruðu, gráðu og nafn og annað…en það var jú ´98.
Væri gaman ef það næðist nú að gera flottan TOPO-a f. ísklifur á íslandi og þá á ensku með. Skráning á nýjum leiðum hér á síðunni er fínt framtak en því miður að þá fer enginn og leitar eftir dagsetningum hvort að leið í hvalfirði var klifin. Þyrfti að vera flokkað eftir staðsetningu, eina sem vantar er tíminn…og ef menn leggjast á eitt að þá eru til myndir út um allt sem menn luma á.
kv.Himmi
21. January, 2008 at 15:59 #52263AnonymousInactiveJú rétt er þetta ég er ekki viss um að það hafi verið til nema mynd, sem Helgi Borg gæti lumað á, af Mýrarhyrnunni. Leiðirnar voru frá vinstri til hægri(minnir mig), Abdominalis(held ég) sem Rok og félagar fóru og er gráðuð 5 Hún er inni í stóru áberandi opnu gili þarna fyrir miðri Hyrnunni(að austan). Næst vinstra megin við gilið er þröngt gil og þar er “Wake up Call” sem Palli GHC og Jeff Love fóru(Guy gæti hafa verið með). Það er sennilega önnur ísleiðin á Íslandi sem gráðuð var 6 en hún fékk gráðuna 6+ . Þar við hliðina (vinstra megin) er áberandi læna og fór ég ásamt tveimur öðrum þar upp og fékk leiðin gráðu 5(var 4-5 spannir upp á brún og þurfti að síga sömu leið niður) Þar rétt vinstra megin við er einnig leið sem Himmi og félagar fóru. Einar Öræfingur var lengra inn með hlíðinni og fór þar styttri en all bratta og stýfa leið.
Hinu megin(að vestan) er síðan ein mögnuð leið sem GHC og Jón Haukur fóru seinna. Menn sjá hana um leið og þeir koma þangað því hún fer ekki á milli mála.
Nær Ólafsvík er gott svæði þar sem maður hækkar sig upp í Búlandshöfðann og er þar áberandi foss með yfirhangandi leið og þar hægra megin við eru sennilega einar 4 leiðir sem búið er að fara. Mjög fallegar og góðar eins spanna leiðir.
Kveðja Olli21. January, 2008 at 17:27 #522640910754319ParticipantLeiðirnar í Mýrarhyrnu eru vandlega skráðar í ársritið ´98. Leiðin sem Bjöggi og Gulli fóru heitir annað hvort Kerling eða Christian IX, báðar 4+. Þær eru báðar áberandi langar (um 200m) línur í miðri Mýrarhyrnunni. Sú hægra megin farin af Olla og Helga Borg og sú vinstra megina af mér og Valgarði Sæmundsyni (ranglega skráð í ársriti).
Mæli endregið með Mýrarhyrnunni, mjög skemmtilegt svæði með sérstaklega skemmtilegum fjölspanna leiðum. Þá held ég að þarna séu einnig fjölmargar ófarnar leiðir.21. January, 2008 at 18:56 #52265SkabbiParticipantHæ
Leiðin í Þvergili sem strákarnir fóru (ekki) er mun norðar í Mýrarhyrnunni en skráðu leiðirnar. Kerling og Christian IX eru báðar sunnan við Golíat, sem er nyrsta skráða leiðin.
Eftir stendur hvort Himmi og Jón hafi farið þessa leið á festivalinu ’98 en leiðin ekki verið skráð.
Allez!
Skabbi
21. January, 2008 at 18:56 #52266AnonymousInactiveSorry gleymdi að geta nafnana. Ég mundi eftir að við fórum Christian IX(eftir nafninu á pöppinum á Grunarfirði) og Örvar og co fóru Kerlinguna. Við sigum allir saman niður og vorum langt fram yfir myrkur af því. Allir komu þó aftur og……
Olli21. January, 2008 at 19:29 #522672506745709MemberLeiðin Abdominal var nefnd af mér undirrituðum, og þá væntanlega farinn í fyrsta skipti af mér og félögum mínum á festivalinu ´98. það voru þeir Styrmir Steingrímsson og Rúnar Ísfirðingur. Mögnuð leið og það rifjast upp skemmtilegar minningar hér í sófanum við að lesa um afrek helgarinnar.
21. January, 2008 at 20:02 #52268Björgvin HilmarssonParticipantÞar sem við Skabbi urðum frá að hverfa vegna íss sem ekki vildi tolla a sínum stað þarna um árið, þá langaði mig mikið að reyna að klára Þvergil alla leið upp og freistuðum við Gulli þess því. Þó svo að aðstæður væru ólíkt betri núna en síðast þá var þetta mjög torsótt og gríðarmikill snjór að setja strik í reikninginn, auk þess sem ísinn var verulega varasamur á köflum.
En þetta var hið mesta ævintýri sem stóð myrkrana á milli og vel það. Höftin urðu skemmtilegri eftir því sem ofar dregur og leiðinlegt að ná ekki að klára þetta. Nokkuð ljóst að maður þarf að reyna enn aftur og þá þegar dagurinn er lengri og minna um snjó og vesen. Reyndar ekki margir dagar eftir af mínu sísoni á Íslandi þennan veturinn en… I’ll be back!
Þetta svæði er alveg magnað og sagan sem Skabbi og Robbi höfðu að segja af Abdominal gefa góð fyrirheit. Svo fyrir utan þessar ísleiðir allar þá býður Snæfellsnesið uppá þvílíka möguleika í sambandi við fjallamennsku almennt.
22. January, 2008 at 00:55 #522690304724629MemberVið Eiríkur áttum góðan dag á Óshlíðinni og klifruðum leið sem ég og Ívar klifruðum líklega ´99. Hún fékk nafnið Seinfarinn og er 5. gráðu 100m. Efsti hlutinn er 70m með tveimur mjööög bröttum köflum. Skalf ansi mikið í höndunumí gærkvöldi og átti í miklum erfiðleikum með að setja bindingarnar á nýju skíðin hjá dótturinni…!
Eiríkur er með myndir og vonandi póstar hann þeim hérna í þetta frekar snúna “mínar síður” kerfi. Það mætti poppa það upp og gera það einfaldara svo allar ferðasögurnar safnist meira á Ísalp síðuna en ekki á bloggsíður úti um allar trissur.
Það var svaka gaman að klifra í Mýrarhyrnunni um árið. Minnir samt að leiðin hafi verið skírð Abdominalis uppá latínu en Ingólfur var upptekinn við læknislestur þá. Stimmi fékk gott stykki í magann og steinhélt hann kjafti í smá stund!
Skyldi Ingólfur vera læknir í dag?
kv
rok22. January, 2008 at 09:33 #52270AnonymousInactiveJú var það ekki það sem mig minnti að það hafi verið Abdominalis eins og kemur fram í pistli mínum hér að ofan.
Kveðja Olli22. January, 2008 at 11:44 #52271RobbiParticipantMyndir fyrir þá sem hafa áhuga inn á
http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson
gríðarleg stemming.
robbi -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.