Aðventuferð – Tindfjöll

Home Forums Umræður Almennt Aðventuferð – Tindfjöll

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44939
    0311783479
    Member

    Sælir félagar

    Það er gaman að vera kominn til Íslands nú um jól og áramót :o)
    Við vinirnir, Adler Christiansson, Kiddi, SiggiKítti og Hálfdán (það vantaði sissa), fórum að gömlum og góðum sið í okkar hefðbundnu aðventuferð í Tindfjallaskála ÍSALP núna um helgina. Þar sem aldur færist yfir okkur þá minnkar nenna til fremja óþarfa hreystiverk – líkt og þarma úr byggð upp í efsta skála. Þá urðum við okkur úti um fjallabíl til að stytta okkur sporin. Færi var gott, hart og stöku melur stóð upp úr.
    Skálinn tók á móti okkur, hreinn en nokkuð rakur. Eftir að hafa keyrt betrum bætta uppkveiki-bestunar algóriþma þá var góður hiti kominn í kotið er kókópuffs-drengir tóku á sig náðir.

    Á laugardag fórum við á Ými í mjög hörðu færi, hvasst var og ringdi nokkuð hraustlega og var ekki fyrr en í um 1100m. að það fór að snjóa. Fór hver með sínu lagi aftur niður í skálann. Höfðum nokkurn starfa við að optimisera trekkinn í kabyssunni með að spila að parametrana líkt og ýmis opnanleg fög, þar sem Kári stóð af austri. Hefðbundin matseld tók við ásamt te og nokkru viskýi, svo ekki sé minnst á norskar vöfflurnar hans Sigga.

    Um nóttina snérist Kára hugur, um svona 180° og kólnaði til muna. Hugur okkar hafði staðið til hressingargöngu á sunnudegi áður en haldið væri til byggða, en sökum byls þá þorðum við ekki annað en að eiga birtuna fyrir okkur þar sem við vorum einbíla. Það birti strax til rétt fyrir neðan brún hjá Miðdal, gekk þetta greiðar en efni stóðu til.

    Ávallt gaman að koma í Tindfjöll og skálann okkar þar.

    Hann blessaður er farinn að láta á sjá, enda kominn á sjötugs aldurinn. Við þurfum að taka til hendinni þar, best væri ef hópur fólks tæki hann í fóstur líkt of tíðkast hjá FÍ og JÖRFÍ. Einhver hljóta skálagjöldin að koma inn þó kannski ekki mikil en vonandi e-ð til að hann grotni ekki niður blessaður. Þeir eru fáir ísalpararnir sem ekki hafa stígið sín fyrstu skafljárnaspor þar uppfrá því ætti hann að vera okkur öllum hugleikinn. Nú hafa dreifbýlis og þéttbýlis flubbar sameinast um að byggja skála hjá neðsta skála látum okkur það vera eggjun og tökum til hendinni ekki látum við heimavarnarlið vort flubba slá okkur ísölpurum við!

    Ef einhver úr skálanefnd les þetta þá er farið að minnka í gasi og það mætti bæta á eldivið.

    Takk fyrir mig, ég mun lifa á þessu út veturinn heima í Skotlandi.

    cheerio
    Halli

    #50137
    1705655689
    Member

    Gott að fá fréttir úr Tindfjöllum. Það er búið að útbúa nýjar dýnur í kojur, Stefán gjaldkeri er með þær. Ef einhver hefur gott pláss í bíl uppeftir þá væri vel þegið að menn tækju þær með og þær gömlu til baka. Nýtt gluggafag við eldhús er í smíðum og verður skipt um það við fyrsta tækifæri. Einnig stendur til að fara með blikkara uppeftir nú í janúarbyrjun ef sleðafæri leyfir (blikkarinn er fótfúinn) til að taka mál af strompinum, og fá í framhaldi af því tilboð í nýjan einangraðan stromp (svipaðan og á Miðdal). Einnig ef eihver fer uppeftir og getur tekið eldivið þá væri gott að hafa samband við mig í tíma með tölvupósti.
    kv Bárður Árnason, miðtúni 9 Selfossi. gsm 8971353, bardur@verksud.is
    ps varalykillinn er hjá mér ef einhver gleymir lykkli

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.