Aðstæður: Ís og snjór

Home Forums Umræður Almennt Aðstæður: Ís og snjór

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45995
    0808794749
    Member

    Nú eru margir búnir að éta yfir sig og farnir að hugsa sér til hreyfings.
    Veðrið búið að vera frekar fúlt undanfarið en varla er allur snjór og ís horfinn?

    Það væri ekki leiðinlegt ef Ísalparar búsettir eða staddir á landsbyggðinni vildu láta vita af aðstæðum. Einhvers staðar hlýtur að glitta í ís eða snjó.

    #53482
    Gummi St
    Participant

    Ég fór með Adda og Pabba upp na-hrygg Skessuhornsins í dag í refsingarskyni fyrir jólaátið!
    það er alveg einhver ís þarna á svæðinu ennþá, en hann var ekki góður neðst, en alveg 100% þegar maður var kominn ofarlega. Tók myndir af N-veggnum á leiðinni niður, pósta þeim vonandi í kvöld… sýndist vera alveg hægt að gera eitthvað þar.

    kv. Gummi St.

    #53483
    Gummi St
    Participant

    jæja, ég lofaði að sýna ykkur hvernig þetta leit út og skellti ég smá myndaseríu inná http://www.climbing.is

    snjórinn þarna er ansi takmarkaður, smá púður yfir ísilögðum giljunum á stöku stað, en annars er grasið og steinarnir langt uppúr öllu þarna enn.

    kv. Gummi St.

    #53484
    Siggi Tommi
    Participant

    Var á ferð um Þingeyjarsýsluna í dag, fjórða í jólum. Lagði lykkju á leið mína yfir í Kinnina til að skoða hvað satans hlýindin voru búin að skemma af ísmynduninni.

    90% af sjávarleiðunum eru farnar norður og niður og aðrar sennilega minnkað um sem nemur ca. mánaðar myndun… Mikil synd eftir svona góða byrjun vetrar.

    En þetta er ekki allt farið. Mér reiknast svo til að hátt í 10 leiðir séu enn þokkalega klifranlegar: Sólhvörf, Tangó kálfanna, Frygð, Sýnishornið, Öskubuska, Gleymskan, Miðnæturhraðlestin, Gleymskan, 1-2 af hinum rennunum, Öfund, Blár dagur (?), Glassúr (?).
    Eflaust er hægt að fara fleiri ef menn eru með graníthreðju.

    Svo er bara að vona að þessi hláka fari að gefa eftir svo þetta fjúki ekki allt.

    En myndir segja meira en milljón orð:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Kaldakinn28Des2008#

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.