Aðstæður í Hvalfirði

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður í Hvalfirði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45153
    Stefán Örn
    Participant

    Í veikindum mínum í gær ákvað ég að smella mér í bíltúr inn í Hvalfjörð til að skoða aðstæður. Í stuttu máli þá eru Eilífsdalur og Múlafjall í mjög góðum aðstæðum. Mjög mikill ís í Eilífsdal og allar leiðir líta út fyrir að vera þykkar. Ég er heldur ekki frá því að það sé meiri ís í Hrútadal heldur en ég hef séð undanfarin ár. Ekki aðstæður í Brynjudal.

    Skíðaþrammarar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því það lítur út fyrir að vera talsverður snjór í Botnssúlum og á Mosfellsheiði var allmikill.

    #48282
    2806763069
    Member

    Jæja, þar sem menn eru farnir að opna sig getur Hardcore farið að taka þátt í þessari umræðu. Eftri að hafa leikið góðastrákinn á laugardaginn var ekkert annað að gera en að skella sér í srúfuleiðangur í Þilið. Hardcore greip með sér einn lítinn Flubba og lagði af stað. Af skrúfurnum góðu var lítð að segja, farnar undir nokkra metra af ís og snjó. Í síðustu spönninni var breytist Hardcore í ansi mikinn softcore og gugnaði á öllu saman, langaði ekki að endurtaka leikinn frá síðustu ferð. Þegar Softarinn seig niður úr leiðinni sá hann að hann hafði gersamlega ofmetið erfiðleikana og farið algerlega vitlaust í spönnina. Sé farið út á kerti til vinstri má komast upp með að klifra síðustu spönnina sem bara ósköp venjulega 5.gr. Sem sagt Þilið er í auðveldum aðstæðum. Ef menn halda sig til vinstir er jafnvel hægt að fara upp á brún, en það er samt alltaf betra að síga niður og sleppa við stóru, stóru snjóflóðabrekkurnar.

    Allt annað er frosið og fallegt, en stórara hengjur fyrir ofan Einfarann, og stæðstan hluta af Þilinu. Ef einhver fer í Þilið er óvitlaust að fara hægramegin í fyrstu spönnina þar sem snjórinn á stóru sillunnu virðiðst ekki vera of stöðugur, og setjið skrúfu efst í fyrstu spönnina.

    kv. Softarinn

    #48283
    0310783509
    Member

    Jamm lattu mig tekkja tad, ad saekja skrufur og annad drasl skilid eftir i leidum er eitthvad sem eg tekki mjog vel eftir eitt aevintyrid i Thorisdalog ef eg man rett ta var Andri einmitt med i teirri ferd lika… nei bara sma skot (feginn ad heyra ad allir sluppu vel ur veltunni) En an tess ad fara ut i smatridi ur tessum annars asnalega tur ta brotnadi fremri spongin a broddanum minum (Grivel Rambo) i sundur og felaginn valhoppadi nidur brekkuna i godum gir og til ad gera tessa leidinlegu og asnalegu sogu enn styttri ta tok tad um 7 ferdir upp i jokul sem spannadi nokkra manada timabil ad saekja dotid sem hekk utan a klettinum eins og eg hafdi lagt tad arinu adur.. skemmtu ter vel !!

    Einar Isfeld

    #48284
    AB
    Participant

    Já, þessi Þórisjökulsferð um árið var sú allra ömurlegasta. Ég lá veikur niðri í bíl meðan hinir klifruðu, broddinn hans Einars tók sér flugferð með ofangreindum afleiðingum, Gummi skarst á hné, stórt snjóflóð féll…. Crap!

    Kv, Andri

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.