Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Aðstæður í hlíðarfjalli
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
10. January, 2011 at 19:46 #475561001813049Member
Var að koma heim eftir seinnipartsrennsli í flóðljósum og snjóstormi í hlíðarfjalli. Nokkrar púðurþyrstar sálir voru að gæða sér á ágætis fok-púðri þangað til að það lokaði kl 18:00. Bendi fólki á að ágætissnjó er að finna hér og þar um fjallið í lægðum og giljum. en vek jafnframt athygli á því að nýji snjórin sem er þar núna hefur allur komið í töluverðum vindi svo hafa ber í huga og gott er að kanna stöðugleika snjóalaga.
kv kristinn
10. January, 2011 at 21:56 #561272808714359Memberpúður púður púður púður púður púúúúúúúúððððuuurrrrr
11. January, 2011 at 08:35 #56133ÖddiParticipantEinnig er vert að minna á að talsverða lausamjöll er einnig að finna í Tindastól og nokkrum nærliggjandi fjöllum í Skagafirði og innsveitum. Veðurvísindamenn spá áframhaldandi ofankomu í frosthörkunum hér nyðra og því ætti lausamjöll að aukast talsvert þ.e. ef hún fýkur ekki öll upp á hálendi
Kv.Öddi
Ps Hvað er að frétta af utanbrautarbandalaginu, einhver búinn að vera aktívur utanbrautar ?12. January, 2011 at 00:43 #561532808714359MemberÉg vill bara benda á að það var enn meira púður í dag enn í gær og betra veður í Hlíðarfjalli.
Ég skal kíkja út um gluggann minn og athuga hvernig lítur út fyrir morgundaginn. Úppssss ég sé ekki út það er snjóskafl fyrir glugganum en það snjóaði áðan svo ég geri ráð fyrir enn einum púðurdeginum á morgun.
kv
Jón H12. January, 2011 at 00:55 #561543110755439MemberMegi þér svelgjast á næsta viskísopa
13. January, 2011 at 12:39 #56165SissiModeratorHvernig eru menn að meta snjóalög fyrir norðan næstu daga, er þetta mjög óstabílt?
13. January, 2011 at 13:49 #561661001813049MemberSæll
Var í rennsli í gær og snjórinn er farinn að bindast eða pakkast aðeins þó hann sé nokkuð mjúkur ennþá. Jón Heiðar skíðalögga gerði prófíl í Norðurbakkanum í gær og væri forvitnilegt að heyra hans mat á því. Renndum okkur tvær ferðir í Kúlusúkkið/Reithólana og þar var aðeins mýkra. Óvísindalega myndi ég segja að snjóalög væru pínu grunnsamleg.
13. January, 2011 at 15:24 #561670703784699MemberSjáumst í fjallinu á laugardagsmorgun og metum ástandið þá….
kv.Himmi
13. January, 2011 at 16:06 #56168SissiModeratorSleðamennirnir eru aðeins að spyrja mann hvort það sé þorandi að kíkja norður, var að pæla í þessu fyrir þeirra hönd líka.
En við sjáumst í fjallinu.
13. January, 2011 at 17:35 #561691509815499Membertekið af vedur.is þann 13.01.2011
#
Athugið
Vegna mikillar snjósöfnunar, ótryggra snjóalaga og nokkurra snjóflóða sem fallið hafa á Norðurlandi, er þeim tilmælum beint til útivistarfólks að vera ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið. Einnig er fólki bent á að stöðva ekki farartæki sín á vegarköflum þar sem hætta gæti verið á snjóflóðum.Gildir þetta ekki fyrir alla? Eru ISALParar og sleðamenn eitthvað undanskildir þessu?
13. January, 2011 at 19:11 #561703110755439MemberEr ekki almennt regla að vera ekki í brekkum þar sem maður er búinn að meta að snjóflóð geti fallið?
Annars finnst mér þetta bara fínt hjá Veðurstofunni. Það eru margir þarna úti sem hafa ekki lagst í menntunina að meta snjó og velja leiðir. Þá er betra að þeir sleppi því bara að ferðast í þessa daga.
Venjulegir göngu/skíða fjallamenn lenda lítið í þessu og þeir sem hafa lent í þessu hafa hugsað eftir á að þeir hefðu átt að fara aðrar leiðir og/eða skoðað veðuraðstæður síðastliðna daga.
Sleðamenn eru áhættuhópur númer 1,2 og 3 þegar kemur að ofanflóðum ásamt því að þó nokkrir þeirra eru ekki með þrenninguna og hausinn í för þegar kemur að snjóflóðum (þetta á að vísu við aðra fjallamenn líka).
Það að kunna að moka einstakling upp kemur ekki í staðinn fyrir þekkinguna að lenda ekki í snjóflóði (slys gerast JHR)
Sjálfsagt framtak hjá þeim!
kv
Dóri13. January, 2011 at 21:08 #56172Freyr IngiParticipantÞað gerist nú ekki á hverjum degi að Veðurstofan sjái ástæðu til að gefa út snjóflóðaviðvörun.
Það eitt og sér segir okkur það, alla leið heim í stofu, að það séu sketsí aðstæður.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki láta ykkur detta í hug að fara út í snjó án hinnar heilögu þrenningar!
Freysi
14. January, 2011 at 11:35 #56181SissiModeratorVoðalega eruð þið erfiðir, ég sit hérna fyrir sunnan í 0 cm og langar einmitt að heyra í Kidda Magg og Jóni Heiðari hvernig staðan sé akkúrat hjá þeim. Þessi viðvörun er ansi almenn (allt norðurland) og búin að vera inni í nokkra daga svo maður er að forvitnast um hvernig skíðamennirnir eru að meta svæðið.
Svo er líka ekkert að marka þessar síður skíðasvæðanna með aðstæður, fínt að heyra hvort það er þurrt púður, troðið púður eða hvort þetta hefur fokið allt í burtu og eftir sitja berir hryggir og harðfenni.
Þessvegna spyr maður lókalana hvernig aðstæður séu
En ætli maður haldi sig ekki frá stóru skálinni um helgina, met kannski hrygginn þegar ég sé þetta.
Sissi
14. January, 2011 at 13:25 #561820703784699MemberÞú hefðir átt að vera hér í gær……..(er klassíker hjá heimamönnum)
15. January, 2011 at 19:26 #561852808714359MemberSælir félagar og afsakið að ég skuli ekki vera búinn að setja eitthvað að viti inn hér fyrr.
Ég er staddur á Reyðarfirði á WFR námskeiði og gat því ekkert skoðað í dag.Miðað við veðurfar var ég nokkuð stressaður yfir snjóflóðaaðstæðum í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum dögum síðan. Því miður hefur skyggni verið afleitt flesta daga og hef ég því ekki farið mikið út fyrir brautirnar. Að fenginni reynslu hef ég komist að því að það sé gott að sjá aðeins upp fyrir sig þegar maður er að þvæla þetta út í púðrið.
Ég náði samt að taka nokkrar gryfjur og komst að því að snjórinn er stöðugri en ég bjóst við. Ég athugaði í suðurhlíðum norðan við Strýtuna. Ég er þó alls ekki að segja að snjóalög séu örugg, bara ekki eins slæm og ég bjóst við.
Ein gryfjan sem ég man eftir var meter á dýpt, niður á fast. Neðst var 50cm púður, svo kom 15cm sykurlag með harðri skel ofan á og efst var pakkaður fleki.Hmmmm uppskrift að hamförum er það ekki?
En ég mokaði og skar út prófíl, lagði skófluna ofan á og lamdi svo ofan á hana. Pakkaði flekinn var það sem fór af stað en ekki fyrr en ég lamdi fast ofan við öxl.
Ég mundi skíða þarna en ekki einn og alls ekki án ýlis og ekki í bröttustu brekkunum.
kv
Jón H1. February, 2011 at 08:32 #562701001813049MemberGóðann daginn.
Eftir frekar leiðinlega tíð undanfarnar tvær vikur með viðbjóðs harðfennisfæri stefnir allt í rétta á núna. Í gær snjóaði 10-15 cm af lungamjúku ofan á harðfennið og von er á fleiri gusum fram eftir vikunni. Allir melar eru uppúr og ætti fólk að varast þá en gott grunnlag er annarsstaðar.Kv. Kristinn
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.