Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður á Tröllaskaga
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
30. December, 2006 at 20:21 #45019JokullMember
Éftirfarandi leiðir eru enþá í aðstæðum.
Super Dupont
Hálsbrjótur
Ormapartí
Ósk Norðfjörð
Rúnnkara heilkenniðHeyrst hefur að það sé búið að bolta handfylli af M leiðum einhversstaðar á svæðinu og þar hafi menn hangið með logandi framhandleggi á meðan á monsoon tímabilinu stóð………………
Eftir allsvakalega atlögu veðurguðana að vetrarafþreyingu hverskonar virðast hlutirnir á leið í rétta átt á ný.
Fjallakveðja
Jökull
31. December, 2006 at 12:19 #508640311783479MemberSælir félagar
Jökull, hvar er verið að vinna í leiðum, er þetta í Stólnum/klettunum upp af Másstöum?
Þegar ég var fyrir norðan um páskana sl. þá horfðum við félagarnir niður í klettagilið þar sem Þveráin fellur ekki skammt frá bænum Þverá og sáum nokkrar potential stífar mixleiðir sem og möguleika á sport klettaleiðum. Gaman að heyra að af þessari framtaksemi!Fyrir þá sem hafa ekki reynt með sér og Svarfaðar-/Skíðadal þá eru nánast óþrjótandi möguleikar á frábæru klifri, allt frá stuttri aðkomu í auðveldar- og stífar leiðir; sem og í langar alpaleiðir. Ég hef gjörsamlega heillast af fjallinu Búrfellshyrnu, formfogur NV-hliðin með áberandi giljaleiðir upp á ~800m. frá gilsmynni. Alvarleikinn aldrei of fjarri því frá topp hryggnum er niðurleiðin ávallt krefjandi, snjóflóðahætta ofl. (http://gallery.askur.org/album534/BurfellshyrnaTopo).
Hlakka til að sjá myndir frá þessum leiðum!
Óska Ísölpurum alls hins besta á komandi ári og þakka fyrir það sem er að líða.
Bestu kveðjur frá ensku flatlendi!
Halli Guðm.31. December, 2006 at 18:42 #50865Siggi TommiParticipantJá, ég heimsótti Klængshólsbændur eftir jóladagana og fórum við Jökullinn tvo góða daga í Þverárgilið (ætluðum annan daginn í alpagírinn en 10°C hiti hamlaði för).
Sett voru toppakkeri í tvær nýjar mixleiðir, þar af var önnur þeirra af mjög háum kalíber og temmilega erfið fyrir byrjanda í mixklifri eins og mig. Hin var aðeins meira hnoð en töluvert erfiðari og var tyrfin fyrir reynsluboltann úr Skíðadalnum og ómöguleg fyrir mig.
Auk þessara leiða þurrtóluðum við klettaleiðina hans Jökuls frá í sumar eða árið áður en hún var ekkert spes og passaði illa við boltalínuna en þó ágætis skemmtun.
Við spottuðum svo efni í alla vega fimm flottar mixleiðir í viðbót innar í gilinu og einhverjar fleiri ekki alveg eins frambærilegar.Jökull, kláraðirðu að fleygja boltum í leiðirnar?
Alla vega, skemmtilegur klettur og gaman að fá að spreyta sig á þessu svona brakandi fersku. Vonandi að menn kíki á þetta ef menn eiga leið um svæðið.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.