Aðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46945

    Við Robbi kíktum í Múlafjall í dag (sunnudag) og fórum Stíganda sem var í fínum aðstæðum. Vel kertaður á kafla reyndar.

    Rúntuðum svo aðeins um til að skoða aðstæður á öðrum svæðum. Það er bara slatti af ís í mörgum leiðum. Íringur virðist t.d. vera fínn, 55gráðurnar og tvíburagil eru líklega í aðstæðum og stefnt á að skoða það betur eftir vinnu á morgun. Án þess að fara neitt voðalega nálægt þá fannst okkur eins og Grafarfossin væri þó ekkert spes. En við kíktum líka á hann seinnipartinn og því var sólin búin að skína á hann allan daginn.

    Það á skilst mér að vera frost alla vikuna svo ísinn hleðst vonandi upp. Gaman gaman… allir út að klifra!

    #50416
    Robbi
    Participant

    Fór engin neitt annað ? Klifraði enginn, enginn á skíðum, enginn að glápa á sjónvarpið. Halló.
    Sharing is caring…maður gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn !
    Robbi.

    #50417
    2806763069
    Member

    Fór austur. Hrútfellstindarnir líta vel út. Neðstu fossarnir eru reyndar morknir og lausir frá en þar fyrir ofan virðist allt vera gott. Snjóflóðahætta í lágmarki eftir því sem ég gat best séð. Mögulegt grjóthrun í sólinn svo vakna mjög snemma!

    Hnjúkurinn frá Svínafellsjökli lítur mjög vel út. Reyndar er bara ís á skriðjöklinum en hægt væri að skíða alla leið niður að honum.

    það er líka slatti af ís við Klaustur sem kom nokkuð á óvart. Reynar orðinn hvítur en samt sem áður líklega klifranlegur. Tilvalið svæði fyrir ykkur mix-masters!

    Knoll og Tott líklega klifranlegir en vantaði smá upp á að vera tryggjanlegir (austan við Vík).

    Sól og blíða á láglendi og vafalítið hægt að klifra á Hnappavöllum á meðan norðanáttinn varir.

    Fátt um fína drætti neðan jökuls á Eyafjallajökli = þarf að bera skíði upp og niður.

    #50418
    Sissi
    Moderator

    Klifurhúsið var í þokkalegum aðstæðum, svalir vindar léku um leiðirnar sem náðu allflestar niður.

    #50419

    Var í Tindfjöllum. Hrikalega lítill snjór en við fórum á Ými á laugardegi í hörkufrosti, roki og geðveiku útsýni.

    #50420
    Skabbi
    Participant

    Kíktum tveir í Búhamra eftir vinnu, bæði í Tvíburagil og 55 gráður. Mikill ís í báðum leiðum en heldur morkinn þar sem sólin hafði skinið á ísinn allan daginn. Þó mátti finna línur í báðum leiðum sem ekki snéru beint upp í sólina og voru vel klifranlegar. Hugsanlega eru aðstæður betri snemma dags.

    Vel ferðarinnar virði, myndir síðar.

    Skabbi

    #50421
    0310783509
    Member

    Já fór í bíltúr til Calgary framhjá Banff og Canmore. Sea of wapors er að komast í aðstæður og Professor falls er í góðum enn vantar nokkuð upp á Terminator að komast í aðstæður, klifruðum Weeping wall fyrir nokkru… Pilsner, Carlsberg, Heineken, Guinnes og Stout eru allir inni ætlum að líta þangað eftir nokkra skíðadaga. Mig langaði annars bara að vera memm.

    Kveðja heim
    Einar Ísfeld

    #50422
    0704685149
    Member

    Hér á Norðurlandi hefur snjóað í 6 daga.
    kv
    Bassi

    #50423
    Skabbi
    Participant

    Hér eru svo myndirnar hans Bjögga úr Búhömrum síðastliðin mánudag:

    http://www.vonlausa.org/gallery/view_album.php?set_albumName=album50

    Cherio

    ska

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.