Þeir sem hafa það í hyggju að heimsækja Vestrahorn ættu að hafa það í huga að þar eru einhverjar kvikmyndatökur í gangi á vegum True North. Til að komast að klifrinu þarf að “trespassa” í gegnum eitt hlið með skilti sem bannar alla umgengni um svæðið. Hlið er fyrir veginum sem maður keyrir við námuna rétt áður en maður keyrir út á sandbleyturnar.
Get ekki sagt að ég sé að hvetja menn að “trespassa” þetta svæði en þeir sem eru staðráðnir í að fara þangað ættu kanski að taka tillit til kvikmyndaverkefnisins og ekki fara nálægt víkingaþorpinu sem er búið að byggja í kringum eyðibýlið sem er þarna innfrá.
Kv.
Robbi