- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
2. October, 2007 at 13:41 #45773AnonymousInactive
Það var að koma tilkynning um að leiðangur hans hafi náð toppnum og Leifur þar á meðan.
Til hamingju Leifur!
Olli2. October, 2007 at 14:14 #517090801667969MemberLétt verk fyrir lipran mann. Fróðlegt verður að heyra nánari lýsingu. Leifur, til hamingju.
Árni Alf.
2. October, 2007 at 14:49 #517102802693959MemberTil hamingju Leifur ef satt reynist…
Í tilkynningu frá leiðangrinum er talað í fleirtölu um leiðangursmenn en ekki um Leif sjálfan. Þótt ég efist ekki eitt augnablik og viti vel að hann hefur báða fætur jafn langa! þá bíð ég enn eftir stóru fréttunum… fór hann með eða án súrefnis á tindinn. Hafi hann sleppt því held ég að það sé í fyrsta skipti sem Íslendingur fer yfir 8000 metra án súrefnis.
Það kemur þó væntanlega betur í ljós í kvöld eða á morgun þegar hópurinn er kominn í Efri Grunnbúðir (EGB).
Sjá http://www.utivera.is/frettir/nr/1067
Kveðja,
Jón Gauti
p.s. minni áhugasama á viðtal við kappann í nýjasta tbl. Útiveru en þar er m.a. komið inn á fetisman í háu fjöllin.2. October, 2007 at 16:21 #517112806763069MemberJá það kæmi á óvart ef Leifur væri ekki meðal þeirra sem stóðu á toppnum í dag. Hingað til hefur háfjallaferillinn hans amk verið 100%.
Var samt ekki Everest gengið (#1) súrefnislaust þarna uppi?
Ef svo er gerir það Leif fyrsta Íslendinginn sem er klipptur eins og stelpa til að fara súrefnislaus á tind yfir 8.000m
Alltaf hægt að vera fyrstur í einhverju!
En svona í tilefni af því að íslenskum Everest-ferðum fer hratt fjölgandi þá má benda á skemmtillega tölfræðisamantekt hér …
http://www.mounteverest.net/news.php?news=16540
Ég bíð samt spenntur eftir að heyra loka niðurstöðuna.
2. October, 2007 at 19:23 #51712Freyr IngiParticipantúff maður!
spennandi dæmi allt saman, en ef satt reynist óska ég Leifi Erni hjartanlega til hamingju með að bæta fyrsta 8000m fjallinu í CV-ið.
Vonandi fáum við í alpaklúbbnum að sníkja myndasýningu þegar heim er komið.p.s
ekki hlusta á Íbba haircuttið er töff!Kv,
Freysi3. October, 2007 at 05:21 #517132806763069MemberÞessu var nú bara hent þarna inn til að kreysta fram bros á einhverjum – alls ekki að reyna að segja neitt með þessu!
3. October, 2007 at 09:23 #51714AnonymousInactiveÞað skal tekið fram að eftir minni bestu vitund þá fóru strákarnir þrír(Bjössi, Hallgrímur og Einar) á Everest með súrefni þó svo að Hallgrímur hafi orðið fyrir því óláni að það myndaðist stýfla í græjunni sem hann var með sem olli því að honum þótti þetta fjandi erfitt þegar komið var vel yfir 8000 metra. Þegar farið var að tékka nánar á snáðanum kom í ljós að hann hafði verið að puða þarna upp án auka súrefnis. Þessu var snarlega kippt í liðinn.
Kveðja Olli3. October, 2007 at 20:26 #517152806763069MemberSem þýðir það að Helgi Ben hefur haldið íslenska hæðarmetinu í flokki grímulausra, þangað til [líklega] í gær!
Cool!
4. October, 2007 at 13:22 #517162707713519MemberEkki rétt!
Þeir Bjössi, Hallgrímur og Einar fóru án súrefnis á Cho Oyu á sínum tíma.
kv.
Óli Júll8. October, 2007 at 11:22 #517170703784699Member…með eða án súrefnis, til lukku Leibbi.
Hann var allaveganna skrefalengsti íslendingur sem hefur náð á toppinn,
kv.himmi
PS: sé að Ívar hefur ekki greitt árgjaldið sitt?
8. October, 2007 at 16:55 #51718SissiModeratorTil hammara Leibbi! Hárfegursti Íslendingurinn yfir 8000
Siz
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.