Af gefnu tilefni vildi ég láta samfélagið vita að til stendur að fara með fríðan flokk Brattgengis á vegum Fjallaleiðsögumanna og klifra í gili Spora í Kjós snemma í fyrramálið (laugard. 27. nóv).
Við verðum fjórir leiðsögumenn og sjö brattgengir svo líklega verður þröng á þingi.
Jón Gauti
Frétti að Ársæll ætlaði með nýliðana á sama stað í dag… fjör hjá ykkur!
Mæli með Villingadal fyrir fjölmenna byrjenda hópa, “vinstri dalurinn” er með amk. 300m breiðan 2 spanna WI3 foss núna og annað eins af WI2 léttmeti þar fyrir innan.
Það var party í Villingadal í gær, rolla, rjúpur og mannfólk. Við Helgi Egils klifruðum hægri fossinn og Ársælingarnir léku á alls oddi í vinstri dalnum.