Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › 8 farast í snjóflóði á Mont Blanc
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
24. August, 2008 at 16:10 #463662008633059Member
http://afp.google.com/article/ALeqM5jW5ATPLFRrRKkHVTBAPjzTHh7bFQ
Það fer óneitanlega smá hrollur um mann við að lesa þetta, sérstaklega eftir að hafa farið þessa sömu leið fyrr í sumar!
En þetta slys varð í fyrstu brekkunni eftir að komið er yfir jökulinn neðan við Cosmiques-skálann á “3ja fjalla traversuni”, Mont Blanc du Tacul – Mont Maudit – Mont Blanc.kv,
JLB24. August, 2008 at 17:49 #53027Gummi StParticipantjá, þetta er hrikalegt.. sá þetta alltíeinu á mbl.is
24. August, 2008 at 19:04 #53028BjörkParticipantFimmmenningarnir, Árni Þór, Ási, Danni G, Arnar og Trausti, úr HSSR fóru á fjallið á sama tíma. Ákváðu að fara aðra leið og komust á toppinn. Veðrið er búið að vera skítt síðastliðna viku og reyndur þeir við þessa leið á föstudaginn en snéru við vegna snjóflóðahættu.
26. August, 2008 at 08:32 #53029Björgvin HilmarssonParticipantLáta ekki slá sig útaf laginu strákarnir, halda rakleitt áfram… sem er gott:
26. August, 2008 at 09:11 #53030JokullMemberÁtti leið um þessa ágætu brekku nokkrum sinnum í sumar bæði á upp og niður leið. Þetta er þriðja stóra íshrunið í sumar á sama stað og rétt að taka það fram að þetta var (serac) ís hrun sem síðan setti af stað snjóin fyrir neðan.
Í fyrsta hruninu fórust að ég held tveir en enginn í annað skiptið. Það var frekar athyglisvert í sumar að fylgjast með fólki borða nestið sitt sitjandi á ískápsstórum ísstykkjum í neðrihluta brekkunnar á meðan maður hljóp framhjá dragandi sína gesti eins hratt og fæturnir báru mann.
Ástæðan fyrir þessu hruni er bráðnun jöklanna á svæðinu sem er gríðarlega hröð og þess valdandi að ísbrekkurnar eru að verða brattari með meira íshruni. Þetta á við báðar stóru brekkurnar á Troi Mt Blanc leiðinni á Tacul og Maudit.
Þess má að lokum geta að Íslandsvinurinn og fjallaleiðsögumaðurinn Gregory Facon átti þarna leið um rétt fyrir hrunið.
Hér í Skíðadal er fyrsti snjórinn fallinn og fjöllin hvít niður í 1100m……
Fjallakveðja
Jökull Bergmann
UIAGM Fjallaleiðsögumaður27. August, 2008 at 10:55 #53031Björgvin HilmarssonParticipantMeira um strákana ef þið hafið misst af þessu: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/27/af_mont_blanc_a_matterhorn/
27. August, 2008 at 11:21 #53032Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantTad voru enn ad falla ishlunkar ad falla tarna nidur brekkuna i gaer. Saum einn mola a staerd vid gott hjolhysi sem hrundi nidur brekkuna og endadi beint undir Tacul Triangle.
I gaermorgun voru leidsogumenn ad fara upp brekkuna i “konnunarleidangur” med kunna. Annars var Cosmiques Arête fjandi fin i gaer.Kv. Agust og Atli , ekki med summit fever.
29. August, 2008 at 10:25 #530330703784699MemberMatterhorn er ekki hæsta fjall Sviss, einungis 4478m síðast þegar ég tékkaði….lélega blaðamennska þetta,
Óska strákunum góðs gengis og endilega kíkja við á The North Wall Bar…..
Gimp
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.