Re: svar: Veit einhver um ísaðstæður? – nánari fréttir og klettaklifur líka

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Veit einhver um ísaðstæður? Re: svar: Veit einhver um ísaðstæður? – nánari fréttir og klettaklifur líka

#47658
0405614209
Participant

Blessaður Eiríkur.

Núna varstu heppinn. Ég var einmitt í sambandi við almættið í gærkvöldi og hef í höndunum áræðanlegar heimildir fyrir því að nú fari kólnandi. Heimildir mínar eru eftirfarandi:

1) Núna á næstu dögum fer að frysta og í vetur verða ísklifuraðstæður með allra besta móti.
2) Ný og áður óþekkt ísklifursvæði finnast á Suðurlandi í lok janúar.
3) Verð á klifurbúnaði kemur til með að lækka stórkostlega í verslunum.
4) Ísklifurfestival Alpaklúbbsins verður fjölsóttara en nokkru sinni fyrr og menn munu horfast í augu og stynja “frábært, frábært” í gríð og erg.
5) Þú tekur ákvörðun um að smella þér í ísklifur og sérð ekki eftir því.