Re: svar: Valshamar og Bensínbor

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar og Bensínbor Re: svar: Valshamar og Bensínbor

#48028
Jón Haukur
Participant

Gekk frá toppakkeri fyrir nýju leiðina í gærkvöldi og bætti við einum bolta í Eilíf. Það voru nokkrir sem prófuðu leiðina og gráðan er ca 5.7 – 5.8.

Varðandi umræðuna um borvélar, þá er stærsti gallinn við batterísvélar að viðhalda lífinu í batteríinu, það kemur svo yfirleitt á daginn að batteríin eru dýrari en vélarnar þegar á svo að endurnýja. Bensínvél er sennilegar öruggari í rekstri fyrir félagasamtök þar sem að margir ganga um vélarnar.

jh

ps. Athugasemd til Helga varðandi kostnað á blaðinu, þá er prentunin mjög sambærilegu verði og þegar það var svart hvítt, auk þess sem 2 ára budget ætti að duga fyrir því sem auglýsingarnar dekka ekki, þannig að ekki kenna blaðinu um slappa fjárhagsstöðu.