Home › Forums › Umræður › Almennt › Útgerð á kostnað áhugamanna › Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna
Ótrúlegt hvað margir geta tjáð sig um hnappavelli sem aldrei koma þangað. það er auðvelt að tala um góða umgengni og það sé allt í lagi að auglýsa staðinn þegar fólk mætir bara einu sinni (eða sjaldnar!) á sumri og fer fyrst heim. Ég held að ég viti ágætlega hverjir hafa verið á Hnappavöllum síðustu sumur -og að Hjalta og Hrappi undanskildum þá eru það EKKI þeir sem eru að skrifa á þessum umræðuþræði. Málið snýst ekki um peninga heldur umgengni. Ég held að íslenskir fjallaleiðsögumenn gangi bara mjög vel um eftir sig. Mér hefur ekki sýnst betur. EN það vill enginn auglýsa staðinn upp. Og allra síst að hann sé auglýst söluvara. Jesús, ég er fegin að Ívar er hættur að klifra í klettum!