Home › Forums › Umræður › Almennt › Upptökur á batman í skaftafelli › Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli
Það getur vel verið að þessir menn hafi haft umboð frá sýslumanni til að meina mönnum för um jökulinn.
Það hefur hinsvegar enginn rétt til að taka sér slíkt lögregluvald og og því ekki nauðsynlegt að hlíta slíkum tilmælum nema að viðkomandi sýni með óyggjandi hætti fram á raunverulega tilvist slíks ferðabanns.
Einfaldast er að hringja í viðkomandi lögregluembætti og fá upplýsingar frá fyrstu hendi. Ef lögreglan staðfestir ekki meint ferðabann og “verðirnir” eru ókurteisir, er sjálfsagt og ÆSKILEGT að virða farartálma þeirra engu og halda áfram för.
Að öðru leyti er sjálfsagt að taka fult tillit til þeirra sem fást við kvikmyndagerð, -en þeir verða að kunna sig eins og aðrir og framvísa gögnum frá sýslumanni ef þeir ætla að hafa í frammi e-h annað ein vinsamleg tilmæli