Home › Forums › Umræður › Almennt › Upptökur á batman í skaftafelli › Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli
Þetta eru athyglisverðar spurningar sem þjóðgarðsvörður veltir upp.
Sjálfur hefur maður þvælst nokkuð oft um á Öræfajökli með hinum og þessum, bæði á Hvannadalshnjúk og Hrútfjallstinda. Ég hef ekki vitað til þess að hingað til hafi menn tilkynnt þjóðgarðsverði um hvort þeir séu að koma eða fara. Tek undir með Halldóri að slíkt væri bæði flókið og erfitt í framkvæmd. Menn eru að leggja af stað á ýmsum tímum sólarhrings og breyta ferðaplani fram á síðustu stund. Hinsvegar lætur maður að sjálfsögðu alltaf einhvern vita af ferðum sínum (þarf nú varla að taka það fram). Satt að segja hefur GSM líka aukið öryggi manna á fjöllum töluvert þótt ekki sé hægt að treysta að maður sé alltaf í GSM-sambandi.
Ég er algjörlega mótfallinn öllum hugmyndum um tryggingafé fyrir þá sem ganga á fjöll í þjóðgarðinum, hvort heldur fyrir íslendinga eða útlendinga. Björgunarsveitir hafa ekki farið í manngreinarálit hingað til hvort bjarga þurfi Íslendingi eða útlendingi, hvort það sé fótbrotinn fjallamaður eða jeppakall með bilaðan bíl. Held að það væri óheillaspor. Svo veltir maður fyrir sér hversvegna maður ætti að þurfa að borga tryggingu fyrir að ganga á Hvannadalshnjúk en ekki Esjuna?
Mér finnst hinsvegar eðlilegt að sé vinsælum útivistarsvæðum lokað tímabundið af einhverjum ástæðum þá sé það tilkynnt á einhvern formlegan hátt. T.d. til Landsbjargar og Samtaka útivistarfélaga. Það ætti að koma í veg fyrir svona leiðindi eins og komu upp við Svínafellsjökul. Menn geta þá líka skipulagt ferðir sínar með hliðsjón af því.
-órh (sem kallar sig Jókerinn skv DV)