Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Forums Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48540
1709703309
Member

Heil og sæl,

Ég hafði samband við sýslumannsembættið á Höfn engin leyfi voru gefin út þar enda ekki í þeirra verkhring þar sem það eru landeigendur sem ráða þessu. Þeir eru í þessu tilviki Þjóðgarðurinn Skaftafell og Svínfellingar, þ.a.m. rekendur Hótels Skaftafell, Freysnesi. Eftir að hafa rætt við hótelstýruna þar sem segist vera einn af eigendum þessa lands sem liggur þarna. Hún segir að það hafa verið hægur vandi að fá leyfi til að fara þarna um með leyfi frá þeim. Varðandi framkomu öryggisvarðanna þá hafa þeir þurft að beina fólki í lakkskóm þarna í burtu og blaðamönnum sem hafa viljað vera þarna á svæðinu. Sorglegt er því þegar fólki í heiðvirðum tilgangi gengur þarna um. ´

Það kom þó fram í samtali við hótelstýruna að alskonar uppákomur hafa átt sér stað þarna og blaðamenn puntað sig upp sem ferðalanga í þeim eina tilgangi að komast inná svæðið. Ferðahópar hafa verið að fara þarna með leiðsögumönnum og það var ekki ætlun landeigenda að meina almennu göngufólki um gönguleiðina þarna upp. Nánari lagatúlkun læt ég aðra um.

Kv.
Stefán